Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

202. fundur 26. maí 2014 kl. 16:00 - 17:36 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Sigríður Ragna Björgvinsdóttir varamaður
  • Anna Alexandersdóttir varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Formaður fór fram á að bætt yrði inn fundarlið á dagskrá fundarins vegna niðurstöðu vinnuhóps um nær- og stoðþjónustu sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Lembi Seia Sangle mættu undir liðum 1 til 3 og Sigríður Herdís Pálsdóttir leikskólastjóri á Tjarnarskógi sat einnig fundinn undir þeim liðum.

1.Innritun í leikskóla 2014

Málsnúmer 201405136

Fræðslufulltrúi og leikskólastjórar fóru yfir stöðu á innritun í leikskóla sumarið 2014.

2.Fískmáltíðir í leikskólum

Málsnúmer 201405134

Afgreiðslu frestað þar sem áheyrnarfulltrúi foreldra forfallaðist.

3.Drög að rafrænni handbók um velferð og öryggi barna á leikskólum

Málsnúmer 201405135

Leikskólastjórar hvattir til að fara yfir fyrirliggjandi drög og koma á framfæri athugasemdum ef við á fyrir 15. júní nk.

4.Forvarnastefna Fljótsdalshéraðs 2014-2018

Málsnúmer 201308098

Forvarnarstefna Fljótsdalshéraðs samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Vinnuhópur um þróun nær- og stoðþjónustu sveitarfélagsins innan skólakerfisins

Málsnúmer 201402145

Fræðslunefnd fellst á allar meginniðurstöður starfshóps um nær- og stoðþjónustu innan skólakerfisins. Nefndin ítrekar mikilvægi þess að sérfræðiþjónusta við leikskóla verði efld og að tryggt sé að sveitarfélagið uppfylli öll ákvæði reglugerðar nr. 584 frá 2010 á markvissan hátt á báðum skólastigum. Hvað varðar framkvæmd valkvæðra þátta þjónustunnar telur nefndin mikilvægt að farið verði yfir málið með skólastjórnendum til að tryggja sem farsælasta framkvæmd þeirra þátta. Fræðslunefnd telur vafa leika á að ákvæði um uppbyggingu rafræns gagnagrunns með sameiginlegum aðgangi stuðningsteyma standist lög. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:36.