Fískmáltíðir í leikskólum

Málsnúmer 201405134

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 202. fundur - 26.05.2014

Afgreiðslu frestað þar sem áheyrnarfulltrúi foreldra forfallaðist.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 205. fundur - 09.09.2014

Farið yfir málið og ákveðið að sendar verði upplýsingar um þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til foreldra. Jafnframt verði umfjöllun þess fundar sem boðað verður til með stjórnendum og fulltrúum starfsmanna og foreldra nú í haust um málið send til foreldra allra þeirra barna sem fá fæði frá Skólamötuneytinu. Niðurstaða fundarins verði jafnframt lögð fyrir fræðslunefnd og hugsanlegar leiðir verði þá kostnaðarmetnar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 203. fundur - 17.09.2014

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.