Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

205. fundur 09. september 2014 kl. 17:00 - 20:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
  • Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Í upphafi fór formaður þess á leit við fundinn að fá heimild til að bæta við fundarliðnum Brúarásskóli - matsskýrsla 2013-2014. Samþykkt að bæta liðnum við sem lið 8 og liðirnir á eftir færast til í samræmi við það.

Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir og María Ósk Kristmunsdóttir mættu á fundinn undir liðum 1-4 og áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar, Sigfús Guttormsson og Aníta Pétursdóttir mættu á fundinn undir liðum 2-9.

1.Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 201409030

Fyrir fundinum lágu tvö erindi annars vegar varðandi tímasetningu sumarlokunar og hins vegar varðandi framkvæmd sumarleyfa. Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi, fylgdi málum eftir. Fræðslunefnd felur leikskólastjórum og fræðslufulltrúa að undirbúa könnun meðal foreldra um hug þeirra til mismunandi skipulags sumarleyfa leikskólanna. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Tjarnarskógur - starfsmannamál

Málsnúmer 201409029

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi, fylgdi erindinu eftir. Fræðslunefnd sér ekki að unnt að bregðast við erindinu að svo stöddu en er tilbúin að taka málið til frekari skoðunar í tengslum við fjárhagsáætlunargerðarvinnuna sem framundan er. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fiskmáltíðir í leikskólum

Málsnúmer 201405134

Farið yfir málið og ákveðið að sendar verði upplýsingar um þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í til foreldra. Jafnframt verði umfjöllun þess fundar sem boðað verður til með stjórnendum og fulltrúum starfsmanna og foreldra nú í haust um málið send til foreldra allra þeirra barna sem fá fæði frá Skólamötuneytinu. Niðurstaða fundarins verði jafnframt lögð fyrir fræðslunefnd og hugsanlegar leiðir verði þá kostnaðarmetnar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga 2013-2014

Málsnúmer 201407041

Afgreiðslu frestað.

5.Stóra upplestrarkeppnin

Málsnúmer 201409033

Stóra upplestrarkeppnin hefur fastan sess í starfi grunnskóla á Fljótsdalshéraði. Fræðslunefnd hvetur til að Skólaskrifstofa Austurlands og grunnskólarnir skoði mögulega þátttöku í Litlu upplestrarkeppninni fyrir 4. bekk. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Allir lesa

Málsnúmer 201409035

Fræðslunefnd telur verkefnið "Allir lesa" áhugavert og hvetur skólastjórnendur til að skoða mögulega þátttöku og vekja athygli á verkefninu. Jafnframt leggur fræðslunefnd til að verkefnið kynnt á heimasíðu sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Brúarásskóli - nemendamál

Málsnúmer 201409039

Stefanía Malen Stefánsdóttir skýrði erindið. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að skólaárið 2014-2015 verði námsskipulag viðkomandi nemanda þannig að nemandinn hafi heimild til að sækja skólann 4 daga í viku, 1 dag í viku fari þá nám nemandans fram heima í umsjón umsjónarkennara. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Brúarásskóli - matskýrsla 2013-2014

Málsnúmer 201409058

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti matsskýrslunnar og þá umbótaáætlun fyrir skólaárið 2014-2015 sem lögð er fram í tengslum við úrvinnslu þeirra kannana sem skýrslan byggir á. Skýrslan með undirliggjandi gögnum lögð fram til kynningar. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Skólaakstur 2014-2015

Málsnúmer 201408018

Farið yfir fyrirliggjandi beiðnir um skólaakstur úr Skriðdal og Eiðaþinghá í Fellaskóla. Vegna sérstakra aðstæðna á nýbyrjuðu skólaári samþykkir fræðslunefnd að verða við fyrirliggjandi beiðnum þó þannig að foreldrar greiði almenningssamgöngugjald milli Egilsstaða og Fellabæjar. Ákvörðun þessi verði endurskoðuð fyrir lok skólaársins. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:35.