Fyrir fundinum lágu tvö erindi annars vegar varðandi tímasetningu sumarlokunar og hins vegar varðandi framkvæmd sumarleyfa. Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri í Tjarnarskógi, fylgdi málum eftir. Fræðslunefnd felur leikskólastjórum og fræðslufulltrúa að undirbúa könnun meðal foreldra um hug þeirra til mismunandi skipulags sumarleyfa leikskólanna. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Kynntar niðurstöður könnunar meðal foreldra leikskólabarna um sumarleyfi leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar. Afgerandi meirihluti foreldra kýs að sumarleyfi skólanna 2015 verði frá og með 15. júlí til og með 12. ágúst og jafnframt að sumarleyfistímabilið verði breytilegt frá ári til árs. Fræðslunefnd leggur til að leikskólarnir Hádegishöfði og Tjarnarskógur loki vegna sumarleyfa frá og með 15. júlí til og með 12. ágúst nk. í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. Kannað verði í haust hver afstaða foreldra er til að sumarleyfið verði frá miðri viku til miðrar viku eins og hér er gert ráð fyrir. Sumarleyfi næsta árs verði ákveðið og kynnt í skóladagatali skólanna að hausti. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Á fundi fræðslunefndar voru kynntar niðurstöður könnunar meðal foreldra leikskólabarna um sumarleyfi leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar. Afgerandi meirihluti foreldra kýs að sumarleyfi skólanna 2015 verði frá og með 15. júlí til og með 12. ágúst og jafnframt að sumarleyfistímabilið verði breytilegt frá ári til árs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjarstjórn að leikskólarnir Hádegishöfði og Tjarnarskógur loki vegna sumarleyfa 2015 frá og með 15. júlí til og með 12. ágúst nk. í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. Kannað verði í haust hver afstaða foreldra er til að sumarleyfið verði frá miðri viku til miðrar viku eins og hér er gert ráð fyrir. Sumarleyfi næsta árs verði ákveðið og kynnt í skóladagatali skólanna að hausti.