Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

213. fundur 24. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:12 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fulltrúi Flótsdalshrepps, Lárus Heiðarson mætti á fundinn undir lið 2 á dagskrá fundarins. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir mættu á fundinn undir lið 1-2 á dagskránni. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Dagur Emilsson og Þorvaldur Hjarðar mættu á fundinn undir liðum 2-8. Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla mætti á fundinn undir liðum 3-5 sem vörðuðu Fellaskóla sérstaklega.

1.Sumarlokun leikskóla

Málsnúmer 201409030

Kynntar niðurstöður könnunar meðal foreldra leikskólabarna um sumarleyfi leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar. Afgerandi meirihluti foreldra kýs að sumarleyfi skólanna 2015 verði frá og með 15. júlí til og með 12. ágúst og jafnframt að sumarleyfistímabilið verði breytilegt frá ári til árs. Fræðslunefnd leggur til að leikskólarnir Hádegishöfði og Tjarnarskógur loki vegna sumarleyfa frá og með 15. júlí til og með 12. ágúst nk. í samræmi við niðurstöðu könnunarinnar. Kannað verði í haust hver afstaða foreldra er til að sumarleyfið verði frá miðri viku til miðrar viku eins og hér er gert ráð fyrir. Sumarleyfi næsta árs verði ákveðið og kynnt í skóladagatali skólanna að hausti. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Starfslok Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201502133

Skólastjóri og fræðslufulltrúi munu fylgja eftir frágangi á yfirliti yfir eignir og gögn í húsnæði Hallormsstaðaskóla sem verði tekið fyrir á síðari fundi nefndarinnar í mars. Fræðslunefnd leggur til að myndasafn skólans verði afhent til skráningar á Héraðsskjalasafninu, en fyrir liggur að kostnaður við það muni vera á bilinu 600-700 þúsund kr. sem færist á rekstrarkostnað skólans fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Sverrir Gestsson kynnti fundargerðina en í henni kemur m.a. fram að óskað er eftir að flytja árshátíð skólans sem skv. skóladagatali átti að vera 26. mars fram um tvo daga þannig að hún verði 24. mars vegna áreksturs við úrslitakeppni Austurlandsriðils í skólahreysti. Breytingin borin upp og samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

4.Fellaskóli - nemendamál, kynnt á fundinum

Málsnúmer 201502128

Málið kynnt.

5.Fellaskóli/eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

Málsnúmer 201501072

Sverrir Gestsson fylgdi úttekt vinnueftirlits eftir. Lögð áhersla á að bætt verði úr því sem gerðar eru athugasemdir við innan settra tímamarka. Málið komi aftur á dagskrá þegar vinnueftirlitið hefur yfirfarið úrbætur. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins/Brúarásskóli

Málsnúmer 201501227

Fræðslufulltrúi kynnti eftirlitsskýrsluna og fram kom að það atriði sem gerð er athugasemd við hefur þegar verið lagfært. Skýrslan að öðru leyti lögð fram til kynningar.

7.Komdu þínu á framfæri

Málsnúmer 201412054

Lagt fram til kynningar.

8.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032

Farið yfir niðurstöðu launa í janúar 2015 - fræðslufulltrúa falið að fara yfir mál með þeim stjórnendum þar sem um frávik er að ræða frá áætlun. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Starfsáætlun Fræðslusviðs 2015

Málsnúmer 201502132

Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

10.Gátlisti um ábyrgð skólanefnda skv. lögum og reglugerðum

Málsnúmer 201501057

Málið í vinnslu.

11.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:12.