Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30 - 16.00 í Menntaskólanum á Egilsstöðum, stendur Æskulýðsvettvangurinn fyrir fundi með ungu fólki og þeim sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu. Viðburðurinn og þátttaka ungmennaráðs í honum var fyrsta erindi funarins.
Ungmennaráð var hvatt til að mæta og tók vel í það. Ungmennaráðið mun einnig gegna því hlutverki að hvetja aðra jafnaldra sína til þess að mæta á viðburðinn. Álfgerður Malmquist fulltrúi frá menntaskólanum tók að sér að skipuleggja uppbrot fyrir viðburðinn.
Æskulýðsvettvangurinn, sem er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, mun standa fyrir verkefninu Komdu þínu á framfæri á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. febrúar 2015. Markmiðið verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu. Viðburðurinn er opinn öllu ungu fólki (15 ára-30 ára) auk þess eru sveitastjórnarmenn og aðrir sem fara með málefni ungmenna eru boðaðir til ráðstefunnar.
Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur til þess að fulltrúar frá öllum stofnunum sveitarfélagsins sem fara með málefni ungs fólk, sérstaklega þeirra sem koma að menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu, svo og fulltrúar nefnda sveitarfélagsins, taki þátt í þessum umræðuvettvangi ungs fólks á Fljótsdalshéraði, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30.
Æskulýðsvettvangurinn, sem er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, mun standa fyrir verkefninu Komdu þínu á framfæri á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. febrúar 2015. Markmiðið verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu. Viðburðurinn er opinn öllu ungu fólki (15 ára-30 ára) auk þess eru sveitastjórnarmenn og aðrir sem fara með málefni ungmenna eru boðaðir til ráðstefunnar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og hvetur til þess að fulltrúar frá öllum stofnunum sveitarfélagsins sem fara með málefni ungs fólk, sérstaklega þeirra sem koma að menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu, svo og fulltrúar nefnda sveitarfélagsins, taki þátt í þessum umræðuvettvangi ungs fólks á Fljótsdalshéraði, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30.
Fræðslunefnd fagnar því hversu góð þátttaka var á fundinum á Fljótsdalshéraði og hversu jákvæðir nemendur almennt eru í garð skóla og skólastarfs í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd mun skoða vandlega ábendingar um það sem nemendum finnst að betur megi fara og má þar sérstaklega draga fram ábendingar þeirra um nauðsynlegar umbætur á tölvubúnaði og nettengingum. Grunnskólastjórar munu taka skýrsluna upp á fundi sínum í ágúst. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og fagnar því hversu góð þátttaka var á fundinum á Fljótsdalshéraði og hversu jákvæðir nemendur almennt eru í garð skóla og skólastarfs í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd mun skoða vandlega ábendingar um það sem nemendum finnst að betur megi fara og má þar sérstaklega draga fram ábendingar þeirra um nauðsynlegar umbætur á tölvubúnaði og nettengingum. Grunnskólastjórar munu taka skýrsluna upp á fundi sínum í ágúst.
Ungmennaráð var hvatt til að mæta og tók vel í það. Ungmennaráðið mun einnig gegna því hlutverki að hvetja aðra jafnaldra sína til þess að mæta á viðburðinn. Álfgerður Malmquist fulltrúi frá menntaskólanum tók að sér að skipuleggja uppbrot fyrir viðburðinn.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.