Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

44. fundur 09. febrúar 2015 kl. 18:00 - 19:00 __________
Nefndarmenn
  • Ásgerður Hlín Þrastardóttir aðalmaður
  • Álfgerður Malmq. Baldursdóttir aðalmaður
  • Sara Káradóttir aðalmaður
  • Kristján Örn Ríkharðsson varamaður
  • Adda Steina Haraldsdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Adda Steina Haraldsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi

1.Komdu þínu á framfæri

Málsnúmer 201412054

Fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30 - 16.00 í Menntaskólanum á Egilsstöðum, stendur Æskulýðsvettvangurinn fyrir fundi með ungu fólki og þeim sem bera ábyrgð á málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu. Viðburðurinn og þátttaka ungmennaráðs í honum var fyrsta erindi funarins.

Ungmennaráð var hvatt til að mæta og tók vel í það. Ungmennaráðið mun einnig gegna því hlutverki að hvetja aðra jafnaldra sína til þess að mæta á viðburðinn. Álfgerður Malmquist fulltrúi frá menntaskólanum tók að sér að skipuleggja uppbrot fyrir viðburðinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Ungt fólk og lýðræði 2015

Málsnúmer 201412071

Annað erindi fundarins var ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði 2015 sem fer fram dagana 25.-27. mars á Hótel Stykkishólmi. Yfirskrift ráðstefnunnar er; Margur verður að aurum api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði. Tekin var ákvörðun á fundinum um að senda tvo fulltrúa úr ungmennaráði Fljótsdalshéraðs á ráðstefnuna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Forvarnadagur 2015

Málsnúmer 201502036

Þriðja erindi fundarins var Forvarnardaginn 2015. Tekin var ákvöðrun um að skipuleggja dagskrá og taka frá einn dag næst komandi vor sem titlaður verður Forvarnardagurinn 2015.
Skipulagsáætlun og verkaskipting fyrir Forvarnardaginn 2015 verður gerð á næsta fundi ungmennaráðs, í byrjun mars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.