Forvarnadagur 2015

Málsnúmer 201502036

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 44. fundur - 09.02.2015

Þriðja erindi fundarins var Forvarnardaginn 2015. Tekin var ákvöðrun um að skipuleggja dagskrá og taka frá einn dag næst komandi vor sem titlaður verður Forvarnardagurinn 2015.
Skipulagsáætlun og verkaskipting fyrir Forvarnardaginn 2015 verður gerð á næsta fundi ungmennaráðs, í byrjun mars.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 45. fundur - 09.03.2015

Fyrstu drög af framkvæmdaráætlun Forvarnardagsins voru ritaðar á fundinum. Dagsetning ákveðin 7.maí.
Ákveðið að fulltrúar ungmennaráðs hittist reglulega fram að forvarnardeginum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir tillögu ungmennaráðs um að forvarnardagurinn á Fljótsdalshéraði verði haldinn 7. maí nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Málið er að öðru leyti í vinnslu.

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 46. fundur - 06.05.2015

Bæjarstjórn og ungmennaráð voru samþykk því að auka þátttöku og hlutverk ungmennaráðs hjá sveitafélaginu. Tómstunda- og forvarnarfulltrúa, starfsmanni ungmennaráðsins, var falið að útfæra tillöguna betur í samstarfi við ungmennaráð.
Bæjarstjórn tók undir tillögu ungmennaráðs og fól tómstunda- og forvarnarfulltrúa að tillagan yrði framkvæmd.