Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

45. fundur 09. mars 2015 kl. 18:00 - 19:30 __________
Nefndarmenn
  • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
  • Sara Káradóttir aðalmaður
  • Magni Snær Kjartansson aðalmaður
  • Kristján Örn Ríkharðsson varamaður
  • Rebekka Karlsdóttir varamaður
  • Atli Berg Kárason varamaður
  • Adda Steina Haraldsdóttir starfsmaður
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason starfsmaður
  • Árni Heiðar Pálsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Adda Steina Haraldsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi

1.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Á fundinn mættu Stefán Bogi Sveinsson, Esther Kjartansdóttir og Sigríður Sigmundsdóttir fulltrúar úr starfshópi um mótun menningarstefnu sveitafélagsins. Fulltrúarnir kynntu sitt hlutverk fyrir nefndarmönnum. Fulltrúar úr starfshópnum óskuðu eftir athugasemdum og ábendingum frá fulltrúum ungmennaráðs sem ráðið samþykkti einróma að taka til umræðu. Áhrif og sýn ungs fólks á menningarstefnu sveitafélagsins var til umræðu. Athugasemdirnar voru ritaðar niður og afhentar starfshópnum 11.3.2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Forvarnadagur 2015

Málsnúmer 201502036

Fyrstu drög af framkvæmdaráætlun Forvarnardagsins voru ritaðar á fundinum. Dagsetning ákveðin 7.maí.
Ákveðið að fulltrúar ungmennaráðs hittist reglulega fram að forvarnardeginum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:30.