Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs

46. fundur 06. maí 2015 kl. 16:00 - 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
 • Aron Steinn Halldórsson aðalmaður
 • Álfgerður Malmq. Baldursdóttir aðalmaður
 • Kristján Örn Ríkharðsson varamaður
 • Atli Berg Kárason varamaður
 • Adda Steina Haraldsdóttir starfsmaður
 • Sigrún Blöndal forseti
 • Anna Alexandersdóttir 1. varaforseti
 • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
 • Gunnar Jónsson bæjarfulltrúi
 • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
 • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
 • Árni Kristinsson bæjarfulltrúi
 • Mikael Arnarsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Adda Steina Haraldsdóttir Tómstunda- og forvarnarfulltrúi

1.Erindi ungmennaráðs við bæjarstjórn

Málsnúmer 201504100Vakta málsnúmer

Hluti af ungmennaráði Fljótsdalshéraðs mætti á fund bæjarstjórnar þann 6.maí 2015. Ungmennaráðið kynnt það sem ráðið hefur verið að vinna að í vetur. Bæjarstjórn og ungmennaráðið ræddu um aukið hlutverk ungmennaráðs innan sveitafélagsins og fleiri tækifæri á því að vera þátttakendur í stefnumótun, nefndum og ákvörðunum sem teknar eru á vegum sveitafélagsins. Ungmennaráðið kom með tillögu um að komið verði fyrir smokkavél í bænum til þess að auðveldi aðgengi að smokkum.

2.Forvarnadagur 2015

Málsnúmer 201502036Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn og ungmennaráð voru samþykk því að auka þátttöku og hlutverk ungmennaráðs hjá sveitafélaginu. Tómstunda- og forvarnarfulltrúa, starfsmanni ungmennaráðsins, var falið að útfæra tillöguna betur í samstarfi við ungmennaráð.
Bæjarstjórn tók undir tillögu ungmennaráðs og fól tómstunda- og forvarnarfulltrúa að tillagan yrði framkvæmd.

Fundi slitið - kl. 17:00.