Hluti af ungmennaráði Fljótsdalshéraðs mætti á fund bæjarstjórnar þann 6.maí 2015. Ungmennaráðið kynnt það sem ráðið hefur verið að vinna að í vetur. Bæjarstjórn og ungmennaráðið ræddu um aukið hlutverk ungmennaráðs innan sveitafélagsins og fleiri tækifæri á því að vera þátttakendur í stefnumótun, nefndum og ákvörðunum sem teknar eru á vegum sveitafélagsins. Ungmennaráðið kom með tillögu um að komið verði fyrir smokkavél í bænum til þess að auðveldi aðgengi að smokkum.