Íþrótta- og tómstundanefnd

8. fundur 11. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:15 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Adda Birna Hjálmarsdóttir formaður
  • Rita Hvönn Traustadóttir aðalmaður
  • Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Íþróttamiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201501274

Karen Erla Erlingsdóttir, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs sat fundinn undir þessum lið og fór yfir og ræddi ýmis málefni íþróttahússins í Fellabæ og á Egilsstöðum.
Henni að lokum þökkuð koman.

2.Gufubað í íþróttahúsið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201502026

Fyrir liggur hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað, dagsett 5. febrúar 2015, um að komið verði upp gufubaði við íþróttahúsið á Egilsstöðum.

Íþrótta- og tómstundanefnd telur mikilvægt að komið verði upp gufubaðsaðstöðu við íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Nefndin leggur til að gerð verði kostnaðaráætlun vegna gufubaðs og útiklefa við sundlaugina á Egilsstöðum. Málið verði síðan tekið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Lyfta fyrir fólk með hreyfihömlun við sundlaug

Málsnúmer 201502021

Fyrir liggur bréf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands, dagsett 28. janúar 2015, undirritað af Báru Mjöll Jónsdóttur, þar sem fram kemur að klúbburinn býðst til að gefa Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum lyftu fyrir fólk með hreyfihömlun til að nota við sundlaug og heitan pott.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands höfðinglegt boð og leggur til að sveitarfélagið þiggi þessa góðu og mikilvægu gjöf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Afþreying fyrir ungt fólk

Málsnúmer 201501123

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum 13. desember 2014, þar sem fram kemur að stórelga vanti einhverja afþreyingu s.s. bíó, keilu, paintball, leisertag.

Íþrótta- og tómstundanefnd vekur athygli á að fjölmargt er í boði fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu, s.s. félagsmiðstöðvastarf, fjölbreytt íþróttastarf, skáta- og björgunarsveitastarf, lista- og menningarstarf. Nefndin er hins vegar sammála því að gaman væri ef þessi afþreying væri til staðar til að auka fjölbreytingna enn frekar, en telur starfsemi sem þessa betur komna í höndum einkaaðila.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fundargerð samráðsnefndar skíðasvæðisins í Stafdal frá 11. desember 2014

Málsnúmer 201502013

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar skíðasvæðisins í Stafdal frá 11. desember 2014.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 29. janúar 2015

Málsnúmer 201502012

Fyrir liggur fundargerð samráðsnefndar um skíðasvæðið í Stafdal, frá 29. janúar 2015.

Lagt fram til kynningar.

7.Komdu þínu á framfæri

Málsnúmer 201412054

Æskulýðsvettvangurinn, sem er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, mun standa fyrir verkefninu Komdu þínu á framfæri á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. febrúar 2015. Markmiðið verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu.
Viðburðurinn er opinn öllu ungu fólki (15 ára-30 ára) auk þess eru sveitastjórnarmenn og aðrir sem fara með málefni ungmenna eru boðaðir til ráðstefunnar.

Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur til þess að fulltrúar frá öllum stofnunum sveitarfélagsins sem fara með málefni ungs fólk, sérstaklega þeirra sem koma að menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu, svo og fulltrúar nefnda sveitarfélagsins, taki þátt í þessum umræðuvettvangi ungs fólks á Fljótsdalshéraði, fimmtudaginn 26. febrúar kl. 13.30.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Ósk um frían aðgang að Héraðsþreki

Málsnúmer 201502054

Fyrir liggur bréf, undirritað af Hildi Bergsdóttur og Frey Ævarssyni, þar sem þess er farið á leit að sonur þeirra, sem skráður er í UMF Þristinn, njóti sömu kjara og æfingafélagar hans hjá Hetti hvað varðar aðgang að Héraðsþreki.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að UMF Þristurinn óski eftir því við sveitarfélagið að gerður verði sambærilegur samningur um málið og gerður hefur verið við Hött.

Gert er ráð fyrir að verklagsreglur þær sem gerðar voru á síðasta ári vegna gjaldfrjálsra afnota meistaraflokka og afreksfólks Hattar að Héraðsþreki og sundlaug verði teknar til endurskoðunar í haust á þessu ári. Miðað verði við að nýjar reglur taki þá með sambærilegum hætti yfir fleiri íþróttafélög á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um gjaldfrjálsa notkun á fjölnotahúsinu í Fellabæ

Málsnúmer 201411165

Fyrir liggur umsókn frá bogfimideild Skotfélags Austurlands þar sem óskað er eftir samningi við sveitarfélagið um gjaldfrjálsa notkun á fjölnotahúsinu í Fellabæ fyrir starfsemi deildarinnar.
Jafnframt liggja fyrir drög að samningi milli sveitarfélagsins og skotfélagsins fyrir árið 2015.
Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 14. janúar 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að fyrirliggjandi samningur um afnot bogfimideildar Skotfélags Austurlands af íþróttahúsinu í Fellabæ verði samþykktur. Fjármunir vegna hans verði teknir af lið 06.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir 2015

Málsnúmer 201411043

Fyrir liggja drög að starfsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar fyrir árið 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Undirbúningshópur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201501024

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 14. janúar 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Hreinn Halldórsson og Auður Vala Gunnarsdóttir verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs í undirbúningshópi um aðstöðumál vegna unglingalandsmóts UMFÍ á Fljótsdalshéraði árið 2017.
Fyrir liggur samþykkt stjórnar UÍA um að Hildur Bergsdóttir og Gunnar Gunnarsson verði fulltrúar UÍA í hópnum. Undirbúningshópurinn skili tillögum til nefndarinnar í síðasta lagi í ágúst á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:15.