Lyfta fyrir fólk með hreyfihömlun við sundlaug

Málsnúmer 201502021

Íþrótta- og tómstundanefnd - 8. fundur - 11.02.2015

Fyrir liggur bréf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands, dagsett 28. janúar 2015, undirritað af Báru Mjöll Jónsdóttur, þar sem fram kemur að klúbburinn býðst til að gefa Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum lyftu fyrir fólk með hreyfihömlun til að nota við sundlaug og heitan pott.

Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands höfðinglegt boð og leggur til að sveitarfélagið þiggi þessa góðu og mikilvægu gjöf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Fyrir liggur bréf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands, dagsett 28. janúar 2015, undirritað af Báru Mjöll Jónsdóttur, þar sem fram kemur að klúbburinn býðst til að gefa Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum lyftu fyrir fólk með hreyfihömlun til að nota við sundlaug og heitan pott.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands höfðinglegt boð og þiggur þessa góðu og mikilvægu gjöf.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.