Fyrir liggur bréf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands, dagsett 28. janúar 2015, undirritað af Báru Mjöll Jónsdóttur, þar sem fram kemur að klúbburinn býðst til að gefa Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum lyftu fyrir fólk með hreyfihömlun til að nota við sundlaug og heitan pott.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands höfðinglegt boð og leggur til að sveitarfélagið þiggi þessa góðu og mikilvægu gjöf.
Fyrir liggur bréf frá Soroptimistaklúbbi Austurlands, dagsett 28. janúar 2015, undirritað af Báru Mjöll Jónsdóttur, þar sem fram kemur að klúbburinn býðst til að gefa Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum lyftu fyrir fólk með hreyfihömlun til að nota við sundlaug og heitan pott.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands höfðinglegt boð og þiggur þessa góðu og mikilvægu gjöf.
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Soroptimistaklúbbi Austurlands höfðinglegt boð og leggur til að sveitarfélagið þiggi þessa góðu og mikilvægu gjöf.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.