Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum 13. desember 2014, þar sem fram kemur að stórelga vanti einhverja afþreyingu s.s. bíó, keilu, paintball, leisertag.
Íþrótta- og tómstundanefnd vekur athygli á að fjölmargt er í boði fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu, s.s. félagsmiðstöðvastarf, fjölbreytt íþróttastarf, skáta- og björgunarsveitastarf, lista- og menningarstarf. Nefndin er hins vegar sammála því að gaman væri ef þessi afþreying væri til staðar til að auka fjölbreytingna enn frekar, en telur starfsemi sem þessa betur komna í höndum einkaaðila.
Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum 13. desember 2014, þar sem fram kemur að stórlega vanti einhverja afþreyingu s.s. bíó, keilu, paintball og leisertag fyrir unga fólkið.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd og vekur athygli á að fjölmargt er í boði fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu, s.s. félagsmiðstöðvastarf, fjölbreytt íþróttastarf, skáta- og björgunarsveitastarf og lista- og menningarstarf. Bæjarstjórn er hins vegar sammála því að gaman væri ef þessi afþreying væri til staðar til að auka fjölbreytnina enn frekar, en telur starfsemi sem þessa betur komna í höndum einkaaðila.
Íþrótta- og tómstundanefnd vekur athygli á að fjölmargt er í boði fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu, s.s. félagsmiðstöðvastarf, fjölbreytt íþróttastarf, skáta- og björgunarsveitastarf, lista- og menningarstarf. Nefndin er hins vegar sammála því að gaman væri ef þessi afþreying væri til staðar til að auka fjölbreytingna enn frekar, en telur starfsemi sem þessa betur komna í höndum einkaaðila.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.