Undirbúningshópur fyrir Unglingalandsmót UMFÍ 2017

Málsnúmer 201501024

Íþrótta- og tómstundanefnd - 7. fundur - 14.01.2015

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að myndaður verði undirbúningshópur um aðstöðumál vegna unglinigalandsmóts UMFÍ á Fljótsdalshéraði 2017. Tveir verði frá sveitarfélaginu og tveir frá UÍA. Gengið verður frá tilnefningu í undirbúningshópinn á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 8. fundur - 11.02.2015

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 14. janúar 2015.

Íþrótta- og tómstundanefnd leggur til að Hreinn Halldórsson og Auður Vala Gunnarsdóttir verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs í undirbúningshópi um aðstöðumál vegna unglingalandsmóts UMFÍ á Fljótsdalshéraði árið 2017.
Fyrir liggur samþykkt stjórnar UÍA um að Hildur Bergsdóttir og Gunnar Gunnarsson verði fulltrúar UÍA í hópnum. Undirbúningshópurinn skili tillögum til nefndarinnar í síðasta lagi í ágúst á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 211. fundur - 18.02.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu íþrótta- og tómstundanefndar samþykkir bæjarstjórn að Hreinn Halldórsson og Auður Vala Gunnarsdóttir verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs í undirbúningshópi um aðstöðumál vegna unglingalandsmóts UMFÍ á Fljótsdalshéraði árið 2017.
Fyrir liggur samþykkt stjórnar UÍA um að Hildur Bergsdóttir og Gunnar Gunnarsson verði fulltrúar UÍA í hópnum. Undirbúningshópurinn skili tillögum til íþróttanefndar í síðasta lagi í ágúst á þessu ári.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.