Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

219. fundur 23. júní 2015 kl. 17:00 - 22:50 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varamaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir, Þórey Birna Jónsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 1-4. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir og Þorvaldur Hjarðar sátu fundinn undir liðum 4-13. Drífa Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla sat fundinn undir lið 13-14. Skólastjórnendur sátu fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnun sérstaklega og auk þess sátu allir grunnskólastjórar fundinn undir liðum 10-13. Skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum sat fundinn undir lið 13 (í síma).

1.Eftirlitsskýrsla Haust/Leikskólinn Tjarnarland og móttökueldhús

Málsnúmer 201506014

Fræðslunefnd leggur áherslu á að nauðsynlegt og reglubundið viðhald á húsnæði og lóð á Tjarnarlandi fari fram þannig að ekki séu gerðar endurteknar athugasemdir við það af hálfu HAUST. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Eftirlitsskýrsla HAUST/Leikskólinn Skógarland, móttökueldhús og lóð

Málsnúmer 201506015

Fræðslunefnd leggur áherslu á að nauðsynlegt og reglubundið viðhald á húsnæði og lóð fari fram. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Eftirlitsskýrsla HAUST/ Leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 201506077

Fræðslunefnd leggur áherslu að þau atriði sem snúa að viðhaldi verði lagfærð. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Samstarf um þróunarverkefni í leik- og grunnskóla

Málsnúmer 201506134

Afgreiðslu frestað.

5.Eftirlitsskýrsla HAUST 2015/Brúarásskóli

Málsnúmer 201505125

Fræðslunefnd leggur áherslu að þau atriði sem snúa að viðhaldi verði lagfærð. Skólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Eftirlitsskýrsla HAUST/Fellaskóli

Málsnúmer 201505147

Fræðslunefnd leggur áherslu að þau atriði sem snúa að viðhaldi verði lagfærð. Skólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Skólaráð vekur athygli á nauðsyn á að bæta umferðaröryggi við þjóðveg 1 (við Olís). Fræðslunefnd fer þess á leit að Umferðaröryggishópur sveitarfélagsins skoði málið.

Fræðslunefnd mun taka umræðu um tíðni fyrirlagna á könnunum Skólapúlsins í sérstökum lið með öllum skólunum síðar. Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Eftirlitsskýrsla HAUST/Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201505165

Skólastjóri benti á að mikilvægt er að sveitarfélagið sjái um daglegt eftirlit með skólalóðum utan starfstíma skóla enda eru þær notaðar af almenningi á þeim tíma.

Fræðslunefnd leggur áherslu að þau atriði sem snúa að viðhaldi verði lagfærð. Skólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100

Lagt fram til kynningar.

10.Vinnumat í grunnskólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506135

Rætt um framkvæmd vinnumats í grunnskólum á Fljótsdalshéraði. Málið verður tekið aftur á dagskrá fræðslunefndar í ágúst.

11.Komdu þínu á framfæri

Málsnúmer 201412054

Fræðslunefnd fagnar því hversu góð þátttaka var á fundinum á Fljótsdalshéraði og hversu jákvæðir nemendur almennt eru í garð skóla og skólastarfs í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd mun skoða vandlega ábendingar um það sem nemendum finnst að betur megi fara og má þar sérstaklega draga fram ábendingar þeirra um nauðsynlegar umbætur á tölvubúnaði og nettengingum. Grunnskólastjórar munu taka skýrsluna upp á fundi sínum í ágúst. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Skólaakstur 2015-2016

Málsnúmer 201506131

Umræður um skipulag skólaaksturs skólaárið 2015-2016. Fræðslufulltrúa falið að leita leiða til að hægt verði að mæta óskum um akstur þeirra sem stunda skóla utan skólahverfis á skólaárinu 2015-2016, sé það hægt á hagkvæman hátt. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að senda foreldrum og starfsfólki í grunn- og tónlistarskólum skýrsluna með niðurstöðum á úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði til að tryggja að skólasamfélagið þekki skýrsluna.

Fræðslunefnd mun í samræmi við tillögur í skýrslunni endurskoða starfslýsingu fræðslufulltrúa og fer þess á leit að bæjarstjóri og formaður fræðslunefndar beri ábyrgð á að sú vinna fari fram og tillaga verði kynnt í nefndinni í haust.

Fræðslunefnd óskar eftir að umsjónarmaður tölvumála vinni úttekt á tölvubúnaði og nettengingum í skólastofnunum sveitarfélagsins með tillögum um úrbætur þar sem þörf er á.

Frekari umfjöllun um skýrsluna fer fram á fundum fræðslunefndar að loknu sumarleyfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Nám á framhaldsstigi í tónlistarskólum

Málsnúmer 201505162

Fræðslunefnd gerir alvarlegar athugasemdir við hugmyndir um sameiningu tónlistarkennslu á framhaldsstigi á einum stað í Reykjavík enda væri þar um alvarlega mismunum á aðstöðu tónlistarnemenda að ræða. Mjög mikilvægt er að þeir nemendur sem eiga þess kost geti stundað tónlistarnám sitt í heimabyggð. Nefndin bendir á mikilvægi þess að varanleg og ásættanleg niðurstaða varðandi skipulag og fjármögnun tónlistarkennslu finnist sem allra fyrst. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 22:50.