Eftirlitsskýrsla HAUST/ Leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 201506077

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 23.06.2015

Fræðslunefnd leggur áherslu að þau atriði sem snúa að viðhaldi verði lagfærð. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu að þau atriði sem snúa að viðhaldi verði lagfærð. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 13.10.2015

Guðmunda Vala Jónasdóttir fór yfir stöðu á þeim liðum sem gert var athugasemd við í eftirlitsskýrslunni. Athugasemdum vegna skólalóðar hefur verið vísað til umsjónamanns fasteigna. Þar með er lokið afgreiðslu málsins af hendi fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.