Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

223. fundur 13. október 2015 kl. 17:00 - 20:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Í upphafi óskaði formaður eftir heimild til að gera breytingu á dagskrá þannig að bætt væri við lið milli liðar 11 og 12 á dagskránni og liðir á eftir færist til í samræmi við það. Samþykkt samhljóða.

Undir fyrsta lið á dagskrá fundarins mættu áheyrnarfullltrúar allra skólastiga, Sigurlaug Jónasdóttir, Hrefna Egilsdótir og Þorvaldur Hjarðar sem áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir og Hlín Stefánsdóttir sem áheyrnarfulltrúar leikskóla og Drífa Sigurðardóttir sem áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla. Auk þeirra mættu skólastjórarnir Sigríður Herdís Pálsdóttir, Daníel Arason, Jón Arngrímsson, Sverrir Gestsson og Stefanía Malen Stefánsdóttir. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla sátu áfram undir liðum 2-6 og áheyrnarfulltrúar leikskóla undir liðum 5-12 þó kom Sigrún Arna Friðriksdóttir í stað Hlínar Stefánsdóttir.

1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

Málsnúmer 201510074Vakta málsnúmer

Farið var yfir drög að skiptingu fjárheimilda milli fræðslustofnana og forsendur hennar. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni áfram til bæjarráðs til afgreiðslu með þeim forsendum sem að baki hennar liggja. Fræðslunefnd vekur um leið sérstaklega athygli á lögbundnum verkefnum og mikilvægi þessa málaflokks.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (GI).

Gunnhildur Ingvarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi B-lista situr hjá og harmar þann niðurskurð sem er boðaður í fyrirliggjandi drögum og þá skerðingu á þjónustu sem af hlýst. Nauðsynlegt er að fara yfir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í heild, forgangsraða verkefnum og þannig reyna til þrautar að komast hjá því að skerða þessa mikilvægu þjónustu sem varðar velferð og framtíð barna og unglinga.

2.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201509016Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.

3.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201209100Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Mývatnsferð grunnskólanema á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201505045Vakta málsnúmer

Afgreiðslu frestað til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Tölvubúnaður og nettengingar í skólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201510072Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd þakkar vel unna greinargerð, sem nefndin óskaði eftir á grundvelli ábendinga í úttekt á skólastarfi í sveitafélaginu.

Nefndin óskar eftir að skólar sveitarfélagsins hugi að stefnu um nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.

Nefndin mun m.a. vinna áfram með greinargerðina við endurskoðun á menntastefnu sveitarfélagsins og frekari vinnu við niðurstöður fyrrnefndrar úttektar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Eftirlitsskýrsla HAUST 2015/Mötuneyti Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 201509030Vakta málsnúmer

Fræðslufulltrúi kynnti skýrsluna.

Lagt fram til kynningar.

7.Eftirlitsskýrsla Haust/Leikskólinn Tjarnarland og móttökueldhús

Málsnúmer 201506014Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra atriða sem gert var athugasemd við í eftirlitsskýrslunni og þar með lokið afgreiðslu málsins af hendi fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Eftirlitsskýrsla HAUST/Leikskólinn Skógarland, móttökueldhús og lóð

Málsnúmer 201506015Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra atriða sem gert var athugasemd við í eftirlitsskýrslunni og þar með lokið afgreiðslu málsins af hendi fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Eftirlitsskýrsla HAUST/ Leikskólinn Hádegishöfði

Málsnúmer 201506077Vakta málsnúmer

Guðmunda Vala Jónasdóttir fór yfir stöðu á þeim liðum sem gert var athugasemd við í eftirlitsskýrslunni. Athugasemdum vegna skólalóðar hefur verið vísað til umsjónamanns fasteigna. Þar með er lokið afgreiðslu málsins af hendi fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Ósk um samstarf vegna rannsóknarverkefnis

Málsnúmer 201509067Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að verða við ósk um umbeðið samstarf og óskar eftir að fá kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar þegar þær liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Niðurstöður könnunar um framkvæmd sumarleyfa leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201510073Vakta málsnúmer

Niðurstöður eru skýrar, foreldrar óska eftir að opnun og lokun verði um miðja viku og að sumarleyfistímabil skarist um viku á þriggja ára tímabili í samræmi við uppgefin tímabil.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að brugðist verði við þessum niðurstöðum og sumarleyfistímabil næstu þriggja ára verði kynnt fyrir foreldrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Beiðni um niðurgreiðslu á leikskólaplássi hjá öðru sveitarfélagi

Málsnúmer 201510084Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd hafnar fyrir sitt leyti erindinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd vekur athygli á raunstöðu á launalið stofnana á fræðslusviði á árinu 2015 og þeim kjarasamningsbundnu hækkunum sem hafa orðið á árinu. Ljóst er að launaliður mun fara umtalsvert fram úr samþykktri áætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127Vakta málsnúmer

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:30.