Tölvubúnaður og nettengingar í skólum á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201510072

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 13.10.2015

Fræðslunefnd þakkar vel unna greinargerð, sem nefndin óskaði eftir á grundvelli ábendinga í úttekt á skólastarfi í sveitafélaginu.

Nefndin óskar eftir að skólar sveitarfélagsins hugi að stefnu um nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.

Nefndin mun m.a. vinna áfram með greinargerðina við endurskoðun á menntastefnu sveitarfélagsins og frekari vinnu við niðurstöður fyrrnefndrar úttektar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og þakkar vel unna greinargerð, sem nefndin óskaði eftir á grundvelli ábendinga í úttekt á skólastarfi í sveitafélaginu.
Jafnframt er óskað eftir að skólar sveitarfélagsins hugi að stefnu um nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi.
Fræðslunefnd mun m.a. vinna áfram með greinargerðina við endurskoðun á menntastefnu sveitarfélagsins og frekari vinnu við niðurstöður fyrrnefndrar úttektar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.