Niðurstöður könnunar um framkvæmd sumarleyfa leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201510073

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 13.10.2015

Niðurstöður eru skýrar, foreldrar óska eftir að opnun og lokun verði um miðja viku og að sumarleyfistímabil skarist um viku á þriggja ára tímabili í samræmi við uppgefin tímabil.

Fræðslunefnd leggur áherslu á að brugðist verði við þessum niðurstöðum og sumarleyfistímabil næstu þriggja ára verði kynnt fyrir foreldrum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.