Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

Málsnúmer 201510074

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 13.10.2015

Farið var yfir drög að skiptingu fjárheimilda milli fræðslustofnana og forsendur hennar. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi drög og vísar henni áfram til bæjarráðs til afgreiðslu með þeim forsendum sem að baki hennar liggja. Fræðslunefnd vekur um leið sérstaklega athygli á lögbundnum verkefnum og mikilvægi þessa málaflokks.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn sat hjá (GI).

Gunnhildur Ingvarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: Fulltrúi B-lista situr hjá og harmar þann niðurskurð sem er boðaður í fyrirliggjandi drögum og þá skerðingu á þjónustu sem af hlýst. Nauðsynlegt er að fara yfir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins í heild, forgangsraða verkefnum og þannig reyna til þrautar að komast hjá því að skerða þessa mikilvægu þjónustu sem varðar velferð og framtíð barna og unglinga.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Stefán Bogi Sveinsson lagði fram eftirfarandi bókun, fh. B-listans.

Fulltrúar B-lista taka heilshugar undir bókun Gunnhildar Ingvarsdóttur, fulltrúa B-lista í fræðslunefnd, undir þessum lið í fundargerð fræðslunefndar Þær tillögur sem liggja fyrir frá meirihluta fræðslunefndar fela að okkar mati í mörgum tilfellum í sér óásættanlega og óskynsamlega skerðingu á þjónustu í skólum sveitarfélagsins, þá einkum í leikskólunum. Fræðslunefnd var þröngt skorinn stakkurinn við gerð þessarar áætlunar, einkum í ljósi breyttra forsendna í kjölfar nýlegra kjarasamninga. Fulltrúar B-lista munu leggja því lið að ekki komi til allra þeirra skerðinga sem fræðslunefnd hefur þurft að leggja til og treystir því að bæjarfulltrúar muni almennt vera sammála því að svo þurfi ekki að verða.


Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.