Eftirlitsskýrsla Haust/Leikskólinn Tjarnarland og móttökueldhús

Málsnúmer 201506014

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 219. fundur - 23.06.2015

Fræðslunefnd leggur áherslu á að nauðsynlegt og reglubundið viðhald á húsnæði og lóð á Tjarnarlandi fari fram þannig að ekki séu gerðar endurteknar athugasemdir við það af hálfu HAUST. Nefndin leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og leggur áherslu á að nauðsynlegt og reglubundið viðhald á húsnæði og lóð á Tjarnarlandi fari fram þannig að ekki séu gerðar endurteknar athugasemdir við það af hálfu HAUST. Bæjarstjórn leggur jafnframt áherslu á að fylgst verði með að þeir sem sjá um þrif sinni því á ásættanlegan hátt. Leikskólastjóri mun upplýsa nefndina um framgang mála í haust.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 13.10.2015

Farið yfir stöðu þeirra atriða sem gert var athugasemd við í eftirlitsskýrslunni og þar með lokið afgreiðslu málsins af hendi fræðslunefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.