Fyrir liggur erindi frá grunnskólunum um að tímabundin stytting á Mývatnsferð grunnskólanemenda í einnar nætur ferð verði felld niður og framvegis verði um að ræða tveggja nátta ferð. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er ca. kr. 400.000. Fræðslunefnd mun afgreiða áætlunina með heildaráætlun nefndarinnar.
Í ljósi fjárhagslegrar stöðu sér fræðslunefnd sér því miður ekki fært að verða við beiðni um að lengja Mývatnsferð grunnskólanema á Fljótsdalshéraði að svo komnu máli. Fræðslunefnd hvetur þó eindregið skólana til að halda málinu vakandi og leggja það fyrir aftur þegar aðstæður breytast.