Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

216. fundur 12. maí 2015 kl. 17:00 - 22:06 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Sigurbjörn Marinósson, forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands mætti undir fyrsta lið á dagskrá fundarins. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Dagur Emilsson, Þorvaldur Hjarðar og Aníta Pétursdóttir mættu á fundinn undir liðum 3-15. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir sátu fundinn undir liðum 16-21. Drífa Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla, sat fundinn undir liðum 22-24. Auk þess mættu skólastjórar undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega. Gunnhildur Ingvarsdóttir vék af fundi undir lið 14 kl. 20:30.

1.Egilsstaðaskóli - skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505042

Farið yfir skóladagatal 2015-2016 sem hefur verið kynnt fyrir skólaráði og á kennarafundi. Sú breyting hefur verið gerð á útsendum drögum að skólaferðalag 10. bekkjar er 30. maí til 1. júni og endurmenntunardagar 9. og 10. júní Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatalið með áorðnum breytingum. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

3.Tónlistarskóli Norður-Héraðs - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505041

Skólastjóri fylgdi eftir tillögu að frumfjárhagsáætlun Tónlistarskóla Norður-Héraðs 2016. Fræðslunefnd mun afgreiða tillöguna með heildaráætlun fræðslunefndar.

4.Tónlistarskólinn í Fellabæ - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505040

Skólastjóri fylgdi eftir tillögu að frumfjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ 2016. Fræðslunefnd mun afgreiða tillöguna með heildaráætlun fræðslunefndar.

5.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505039

Skólastjóri fylgdi eftir tillögu að frumfjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum 2016. Fræðslunefnd mun afgreiða tillöguna með heildaráætlun fræðslunefndar.

6.Tjarnarskógur - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505037

Skólastjóri fylgdi eftir tillögunni og skýrði forsendur einstakra meginliða. Fræðslunefnd mun afgreiða áætlunina með heildaráætlun nefndarinnar.

7.Tjarnarskógur - símenntun

Málsnúmer 201505066

Afgreiðslu frestað.

8.Tjarnarskógur skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505054

Afgreiðslu frestað.

9.Tjarnarskógur - foreldra- og starfsmannakönnun 2015

Málsnúmer 201505056

Afgreiðslu frestað.

10.Hádegishöfði - foreldra- og starfsmannakönnun 2015

Málsnúmer 201505053

Afgreiðslu frestað.

11.Hádegishöfði - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505038

Skólastjóri fylgdi eftir tillögunni og skýrði forsendur einstakra meginliða. Fræðslunefnd mun afgreiða áætlunina með heildaráætlun nefndarinnar.

12.Egilsstaðaskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505034

Skólastjóri fylgdi eftir tillögunni og skýrði forsendur hennar og benti auk þess á að enn gæti bæst við launalið vegna stuðningsþarfa nýrra nemenda. Fræðslunefnd mun afgreiða áætlunina með heildaráætlun nefndarinnar.

13.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201505055

Trúnaðarmál.

14.Skólaskrifstofa Austurlands - Sigurbjörn Marinósson mætir á fundinn

Málsnúmer 201505047

Sigurbjörn Marinósson, forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands, mætti á fund nefndarinnar og kynnti starfsemi Skólaskrifstofunnar.

15.Fellaskóli/eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins

Málsnúmer 201501072

Fyrir liggur staðfesting Vinnueftirlits um að úrbótum á þeim atriðum sem gerðar voru athugasemdir við eru lokið.

16.Fellaskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505035

Skólastjóri fylgdi eftir tillögunni og benti á að enn gæti bæst við launalið vegna stuðningsþarfa nýrra nemenda. Fræðslunefnd mun afgreiða áætlunina með heildaráætlun nefndarinnar.

17.Fellaskóli - skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505043

Farið yfir skóladagatal 2015-2016 sem hefur verið kynnt á kennarafundi og fer fyrir næsta fund skólaráðs. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatalið með fyrirvara um samþykki skólaráðs. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Fundargerðir skólaráðs Fellaskóla.

Málsnúmer 201211040

Sverrir Gestsson kynnti fundargerðina og niðurstöður foreldra- og starfsmannkannana sem voru til umfjöllunar á fundi skólaráðs. Lagt fram til kynningar.

19.Skólahverfi - skólaakstur

Málsnúmer 201504072

Vísað til afgreiðslu fræðslunefndar á síðasta fundi hvað varðar breytingu á skólahverfum en þar sem ekki liggja fyrir niðurstöður frá starfshópi um almenningssamgöngur og skólaakstur getur nefndin ekki afgreitt þann hluta sem snýr að skipulagi skólaksturs að svo stöddu. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Mývatnsferð grunnskólanema á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201505045

Fyrir liggur erindi frá grunnskólunum um að tímabundin stytting á Mývatnsferð grunnskólanemenda í einnar nætur ferð verði felld niður og framvegis verði um að ræða tveggja nátta ferð. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er ca. kr. 400.000. Fræðslunefnd mun afgreiða áætlunina með heildaráætlun nefndarinnar.

21.Brúarásskóli - frumfjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201505036

Skólastjóri kynnti tillögu að frumfjárhagsáætlun Brúarásskóla 2016. Í ljósi hækkaðs orkukostnaðar minnir nefndin á fyrri umræðu um að skoðað verði hvort ekki sé hagstætt að koma upp öðrum valkostum vegna húshitunar. Fræðslunefnd mun afgreiða fjárhagsáætlun Brúarásskóla með heildaráætlun fræðslunefndar.

22.Brúarásskóli - skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505044

Farið yfir skóladagatal 2015-2016 sem hefur verið kynnt fyrir skólaráði og á kennarafundi. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatalið. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

23.Brúarásskóli - þematengdar spannir - skólaþróunarverkefni

Málsnúmer 201505046

Stefanía Malen Stefánsdóttir kynnti verkefnið sem hlaut styrk að upphæð 1.1 milljón kr. úr Sprotastjóði. Fræðslunefnd fagnar verkefninu og mun fylgjast með framvindu þess af áhuga.

24.Fundargerðir skólaráðs Brúarásskóla

Málsnúmer 201305087

Stefanía Malen Stefánsdóttir, skólastjóri kynnti fundargerðina. Lagt fram til kynningar.

25.Starfslok Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201502133

Skólastjóra falið að ganga frá uppsögn á leigusamningum t.d. varðandi tölvubúnað og ljósritunarvél og áskriftum. Rætt um að hafa sameiginlega lokadagskrá með tónlistarskóladeildinni á Hallormsstað 6. júní og bjóða eldri nemendum, starfsfólki og nærsamfélaginu að taka þátt. Skólastjóri mun sjá um að auglýsa viðburðinn. Öðrum atriðum varðandi starflok frestað.

Fundi slitið - kl. 22:06.