Starfslok Hallormsstaðaskóla

Málsnúmer 201502133

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 24.02.2015

Skólastjóri og fræðslufulltrúi munu fylgja eftir frágangi á yfirliti yfir eignir og gögn í húsnæði Hallormsstaðaskóla sem verði tekið fyrir á síðari fundi nefndarinnar í mars. Fræðslunefnd leggur til að myndasafn skólans verði afhent til skráningar á Héraðsskjalasafninu, en fyrir liggur að kostnaður við það muni vera á bilinu 600-700 þúsund kr. sem færist á rekstrarkostnað skólans fyrir árið 2015. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að tillögu fræðslunefndar að skólastjóri og fræðslufulltrúi fylgi eftir frágangi á yfirliti yfir eignir og gögn í húsnæði Hallormsstaðaskóla sem verði tekið fyrir á síðari fundi nefndarinnar í mars. Jafnframt að myndasafn skólans verði afhent til skráningar á Héraðsskjalasafninu, en fyrir liggur að kostnaður við það muni vera á bilinu 600-700 þúsund kr. sem færist á rekstrarkostnað skólans fyrir árið 2015.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 12.05.2015

Skólastjóra falið að ganga frá uppsögn á leigusamningum t.d. varðandi tölvubúnað og ljósritunarvél og áskriftum. Rætt um að hafa sameiginlega lokadagskrá með tónlistarskóladeildinni á Hallormsstað 6. júní og bjóða eldri nemendum, starfsfólki og nærsamfélaginu að taka þátt. Skólastjóri mun sjá um að auglýsa viðburðinn. Öðrum atriðum varðandi starflok frestað.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 321. fundur - 07.12.2015

Lögð fram drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um lok samstarfssamnings um Hallormsstaðaskóla.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti og heimilar bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fh. Fljótsdalshéraðs.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Lögð fram drög að samkomulagi milli Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps um lok samstarfssamnings um Hallormsstaðaskóla.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn samkomulagið og heimilar bæjarstjóra að undirrita samkomulagið fh. Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.