Skólahverfi - skólaakstur

Málsnúmer 201504072

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 215. fundur - 21.04.2015

Kjörnir fulltrúar í fræðslunefnd hittust á vinnufundi vegna þessa liðar 19. apríl 2015.
Vegna þeirra breytinga sem verða á skólastarfi á Hallormsstað frá og með næsta skólaári leggur fræðslunefnd til að skólahverfi Hallormsstaðaskóla og Egilsstaðaskóla verði sameinuð í eitt skólahverfi. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fræðslunefnd óskar eftir að niðurstöður frá Starfshópi um almenningssamgöngur og skólaakstur sem starfað hefur í vetur liggi fyrir þegar næsti fundur verður í fræðslunefnd. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.
Fræðslunefnd felur fræðslufulltrúa að endurnýja samninga við skólabílstjóra í samræmi við gildandi reglur. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu. Stefanía Malen Stefánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa síðasta þáttar vegna vanhæfis.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 06.05.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Vegna þeirra breytinga sem verða á skólastarfi á Hallormsstað frá og með næsta skólaári samþykkir bæjarstjórn að tillögu fræðslunefndar að skólahverfi Hallormsstaðaskóla og Egilsstaðaskóla verði sameinuð í eitt skólahverfi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með fræðslunefnd og óskar eftir að niðurstöður frá Starfshópi um almenningssamgöngur og skólaakstur, sem starfað hefur í vetur liggi fyrir þegar næsti fundur verður í fræðslunefnd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar felur bæjarstjórn fræðslufulltrúa að endurnýja samninga við skólabílstjóra í samræmi við gildandi reglur.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (P.S.)

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 216. fundur - 12.05.2015

Vísað til afgreiðslu fræðslunefndar á síðasta fundi hvað varðar breytingu á skólahverfum en þar sem ekki liggja fyrir niðurstöður frá starfshópi um almenningssamgöngur og skólaakstur getur nefndin ekki afgreitt þann hluta sem snýr að skipulagi skólaksturs að svo stöddu. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.