Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

226. fundur 24. nóvember 2015 kl. 17:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Hrefna Egilsdóttir og Þorvaldur Benediktsson Hjarðar mættu á fundinn undir liðum 1-4. Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Sigríður Dóra Halldórsdóttir og Hlín Stefánsdóttir sátu fundinn undir liðum 5-9. Drífa Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla mætti á fundinn undir liðum 10-13. Aðrir tónlistarskólastjórar sátu einnig lið 13.

Skólastjórnendur mættu á fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnun sérstaklega.

1.Mývatnsferð grunnskólanema á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201505045

Í ljósi fjárhagslegrar stöðu sér fræðslunefnd sér því miður ekki fært að verða við beiðni um að lengja Mývatnsferð grunnskólanema á Fljótsdalshéraði að svo komnu máli. Fræðslunefnd hvetur þó eindregið skólana til að halda málinu vakandi og leggja það fyrir aftur þegar aðstæður breytast.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509099

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Brúarásskóla fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509098

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Fellaskóla fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509097

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Egilsstaðaskóla fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Erindi frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201509057

Í ljósi fjárhagslegrar stöðu sér fræðslunefnd sér ekki fært að leggja til aukinn systkinaafslátt að svo komnu máli í samræmi við erindi foreldraráða leikskólanna Tjarnarskógar og Hádegishöfða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Tjarnarskógur skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505054

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Tjarnarskógar 2015-2016.

Samþykkti samhljóða með handauppréttingu.

7.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509050

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Tjarnarskógar fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Áætlunin gerir ráð fyrir 3% hækkun leikskólagjalda og 5% hækkun fæðiskostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Hádegishöfði - skóladagatal 2015-2016

Málsnúmer 201505146

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti skóladagatal Hádegishöfða 2015-2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509051

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Hádegishöfða fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Áætlunin gerir ráð fyrir 3% hækkun leikskólagjalda og 5% hækkun fæðiskostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509052

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Áætlunin gerir ráð fyrir 5% hækkun tónlistarskólagjalda frá og með skólaárinu 2016-2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509054

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Brúarási fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Áætlunin gerir ráð fyrir 5% hækkun tónlistarskólagjalda frá og með skólaárinu 2016-2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509053

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Tónlistarskólans í Fellabæ fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Áætlunin gerir ráð fyrir 5% hækkun tónlistarskólagjalda frá og með skólaárinu 2016-2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Fræðslufulltrúa falið að taka saman umbeðin gögn frá tónlistarskólastjórum og senda á nefndarmenn með fyrirvara fyrir næsta fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

Málsnúmer 201511075

Fræðslunefnd vísar framlagðri heildaráætlun fræðslunefndar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Í áætluninni er gert ráð fyrir hækkun leikskólagjalda um 3% frá 1. janúar 2016 og hækkun fæðisgjalda í leikskólum um 5% frá 1. janúar 2016.

Áætlunin gerir jafnframt ráð fyrir að fæðisgjöld grunnskólanema hækki í kr. 450 pr. máltíð og stakar máltíðir hækki í kr. 600 pr. máltíð frá og með 1. janúar 2016.

Gert er ráð fyrir að tónlistarskólagjöld hækki um 5% frá og með skólaárinu 2016-2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Launaþróun á fræðslusviði

Málsnúmer 201403032

Ljóst er að launaliður á fræðslusviði stefnir í að fara um 25 milljónir fram úr fjárheimildum. Skýringinu er fyrst og fremst að finna í ófyriséðum kjarasamningsbundnum hækkunum og afturvirkri starfsmatsleiðréttingu hjá almennum starfsmönnum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.