Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509051

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 221. fundur - 22.09.2015

Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri Hádegishöfða, fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Formaður kynnti erindi frá foreldraráði Hádegishöfða þar sem farið er fram á aukið fjármagn til aksturs á viðburði á Egilsstöðum. Málið verður tekið til afgreiðslu með endanlegri afgreiðslu áætlunarinnar sem fer fram með heildarafgreiðslu fræðslusviðs. Guðmunda Vala vakti athygli á að fjármagn til símenntunar samkvæmt símenntunaráætlun skólanna er mjög takmarkað og upphæðin hefur ekki verið endurskoðuð um langt skeið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2016.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 10.11.2015

Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri Hádegishöfða, svaraði fyrirspurnum.

Mál í vinnslu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 24.11.2015

Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Hádegishöfða fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.

Áætlunin gerir ráð fyrir 3% hækkun leikskólagjalda og 5% hækkun fæðiskostnaðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 01.12.2015

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.