Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

221. fundur 22. september 2015 kl. 17:00 - 20:23 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Hlín Stefánsdóttir (vék af fundi kl. 18:00 og Freyr Ævarsson tók sæti hennar) mættu undir liðum 1-7 og Drífa Sigurðardóttir, áheyrnarfulltrúi tónlistarskóla mætti á fundinn undir liðum 8-10. Skólastjórnendur mættu undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra stofnun sérstaklega.

1.Hádegishöfði - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509051

Guðmunda Vala Jónasdóttir, skólastjóri Hádegishöfða, fylgdi eftir tillögu sinni að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016. Formaður kynnti erindi frá foreldraráði Hádegishöfða þar sem farið er fram á aukið fjármagn til aksturs á viðburði á Egilsstöðum. Málið verður tekið til afgreiðslu með endanlegri afgreiðslu áætlunarinnar sem fer fram með heildarafgreiðslu fræðslusviðs. Guðmunda Vala vakti athygli á að fjármagn til símenntunar samkvæmt símenntunaráætlun skólanna er mjög takmarkað og upphæðin hefur ekki verið endurskoðuð um langt skeið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Leikskólinn Tjarnarskógur - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509050

Sigríður Herdís Pálsdóttir, skólastjóri, fór yfir tillögu að áætlun Tjarnarskógar 2016. Hún skýrði hækkun launaliðar frá því í vor með auknu hlutfalli fagmenntaðs starfsfólks og leiðréttingu á starfsmati almennra starfsmanna. Sigríður Herdís tók undir áréttingu Guðmundu Völu um nauðsyn þess að hækka framlag til símenntunar starfsfólks. Áætluninni vísað til heildarafgreiðslu fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Leikskólinn Tjarnarskógur - skólanámskrá

Málsnúmer 201509066

Sigríður Herdís Pálsdóttir kynnti stuttlega framlögð gögn og sagði frá kynningu á skólanámskránni fyrir foreldra. Læsisstefnan dregin sérstaklega fram og er framlag Tjarnarskógar til sameiginlegrar læsisstefnu.

Skólanámskrá Tjarnarskógar og starfsáætlun skólans 2015-2016 samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Erindi frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201509057

Niðurstöður sumarleyfiskönnunar koma til afgreiðslu á fundi fræðslunefndar þegar þær liggja fyrir.

Erindi varðandi systkinaafslátt verður tekið til afgreiðslu með afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Talþjálfun barna á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201509056

Í vinnslu.

6.Ósk um samstarf vegna rannsóknarverkefnis

Málsnúmer 201509067

Málinu frestað.

7.Fundargerðir leikskólastjórafunda

Málsnúmer 201509055

Lagt fram til kynningar.

8.Tónlistarskólinn á Egilsstöðum - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509052

Daníel Arason fylgdi drögum sínum að fjárhagsáætlun Tónlistarskólans á Egilsstöðum fyrir 2016 eftir. Hann lagði áherslu á að á undanförnum þremur árum hefur starfsemi skólans verið í vexti og að það væri miður ef ekki væri hægt að tryggja a.m.k. óbreytta stöðu hvað það varðar. Áætlunin verður afgreidd með heildaráætlun fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Tónlistarskólinn í Brúarási - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509054

Jón Arngrímsson kynnti forsendur fyrir framlagðri áætlun skólans fyrir árið 2016. Hann benti á að áætlunin er knöpp bæði hvað varðar launalið og annan rekstrarkostnað. Nemendum hefur fjölgað og því má gera ráð fyrir heldur hærri tekjulið en í framlagðri áætlun. Áætlunin verður afgreidd með heildaráætlun fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Tónlistarskólinn í Fellabæ - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509053

Drífa Sigurðardóttir kynnti forsendur framlagðrar áætlunar fyrir Tónlistarskólann í Fellabæ fyrir 2016. Hún ítrekaði þá óvissu sem fylgir því að kjarasamningar tónlistarkennara eru lausir nú í haust. Fram kom að lítils háttar biðlisti er við skólann og Drífa telur æskilegt að geta bætt við hluta úr stöðugildi til að geta tekið inn þá nemendur sem eru á biðlista. Sú viðbót er ekki á framlagðri áætlun fyrir 2016. Áætlunin verður afgreidd með heildaráætlun fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:23.