Erindi frá sameiginlegum fundi foreldraráða leikskólanna Hádegishöfða og Tjarnarskógar

Málsnúmer 201509057

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 221. fundur - 22.09.2015

Niðurstöður sumarleyfiskönnunar koma til afgreiðslu á fundi fræðslunefndar þegar þær liggja fyrir.

Erindi varðandi systkinaafslátt verður tekið til afgreiðslu með afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 24.11.2015

Í ljósi fjárhagslegrar stöðu sér fræðslunefnd sér ekki fært að leggja til aukinn systkinaafslátt að svo komnu máli í samræmi við erindi foreldraráða leikskólanna Tjarnarskógar og Hádegishöfða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 01.12.2015

Afgreiðsla fræðslunefndar staðfest.