Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2016

Málsnúmer 201511075

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 24.11.2015

Fræðslunefnd vísar framlagðri heildaráætlun fræðslunefndar til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Í áætluninni er gert ráð fyrir hækkun leikskólagjalda um 3% frá 1. janúar 2016 og hækkun fæðisgjalda í leikskólum um 5% frá 1. janúar 2016.

Áætlunin gerir jafnframt ráð fyrir að fæðisgjöld grunnskólanema hækki í kr. 450 pr. máltíð og stakar máltíðir hækki í kr. 600 pr. máltíð frá og með 1. janúar 2016.

Gert er ráð fyrir að tónlistarskólagjöld hækki um 5% frá og með skólaárinu 2016-2017.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 228. fundur - 01.12.2015

Afgreitt undir lið 1 í þessari fundargerð.