Sverrir Gestsson, skólastjóri Fellaskóla, kynnti vinnu við launaáætlun Fellaskóla 2016 frá síðustu umfjöllun um áætlunina í nefndinni og svaraði fyrirspurnum.
Fræðslunefnd samþykkir að vísa framlagðri fjárhagsáætlun Fellaskóla fyrir árið 2016 til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar. Fræðslunefnd leggur áherslu á að í launaáætlun er nú gert ráð fyrir fyrirséðum og ófyrirséðum launahækkunum. Mikilvægt er að skólastjórnendur hafi þessa breytingu í huga við mat á þróun launaliðar á árinu 2016. Þar sem enn eru ófrágengnir kjarasamningar og þar sem verulegar breytingar geta verið í aðstæðum skólastofnana milli skólaára mun fræðslunefndin fylgjast grannt með þróun kostnaðarliða framan af árinu 2016 með tilliti til þess að bregðast við í tíma ef nauðsyn ber til.
Afgreiðslu áætlunarinnar vísað til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.