Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

222. fundur 29. september 2015 kl. 17:00 - 20:06 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Undir 1. lið á dagskránni mættu áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Sigurlaug Jónasdóttir, Þorvaldur Benediktsson Hjarðar og Hrefna Egilsdóttir/Dagur Emilsson, áheyrnarfulltrúar leikskóla, Sigríður Herdís Pálsdóttir og Hlín Stefánsdóttir auk skólastjóranna Sverris Gestssonar, Stefaníu Malenar Stefánsdóttur, Guðmundu Völu Jónasdóttur, Daníels Arasonar og Jóns Arngrímssonar.

Aðalsteinn Ásmundsson vék af fundi kl. 17:20 og mætti aftur til fundar kl. 18:55. Hann tók því ekki þátt í afgreiðslu liða 1 til 6.

Áheyrnarfulltrúar grunnskóla sátu áfram undir liðum 2-8 á dagskrá fundarins og skólastjórar sátu fundinn undir þeim liðum sem vörðuðu þeirra skóla sérstaklega.

1.Hallormsstaðaskóli - kennslugögn og búnaður

Málsnúmer 201509100

Formaður kynnti málið og vísaði í bókun bæjarráðs frá 1. september sl. þar sem fræðslunefnd er falið að undirbúa frágang og ráðstöfun lausabúnaðar í Hallormsstaðaskóla.

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, áréttaði þá skoðun sína að hún teldi að þar sem Hallormstaðaskóli hefði verið sameinaður Egilsstaðaskóla þegar hann var gerður að deild á síðasta skólaári þá ætti Egilsstaðaskóli fyrsta rétt á að ráðstöfun á þeim kennslugögnum og búnaði sem í Hallormsstaðaskóla eru.

Leikskólastjórnendur munu hittast nk.mánudag í húsnæði Hallormsstaðaskóla til að kynna sér þann leikskólabúnað sem þar er og grunn- og tónlistaskólastjórnendur munu hittast nk. þriðjudag til að kynna sér þann búnað sem í skólahúsnæðinu er. Tillaga um ráðstöfun búnaðarins á grundvelli þeirra heimsókna verður síðan lögð fyrir fræðslunefnd á fundi nefndarinnar 13. október nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

Málsnúmer 201503160

Lagt fram til kynningar.

3.Brúarásskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509099

Stefanía Malen Stefánsdóttir fylgdi eftir drögum að fjárhagsáætlun Brúarásskóla 2016.

Fræðslunefnd minnir á mikilvægi þess að skoðað verði hvort ekki megi draga úr orkukostnaði húsnæðisins.

Afgreiðslu áætlunarinnar vísað til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Eftirlitsskýrsla HAUST 2015/Brúarásskóli

Málsnúmer 201505125

Farið yfir þau atriði sem gerðar eru athugasemdir við í umræddri eftirlitsskýrslu.

Skólastjóri hefur ítrekað sett viðhald gólfs í eldhúsi á viðahaldslista

Dagleg hitaskráning í kæligeymslu fer fram.

5.Fellaskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509098

Sverrir Gestsson fylgdi eftir drögum að fjárhagsáætlun Fellaskóla 2016.

Afgreiðslu áætlunarinnar vísað til endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunar fræðslusviðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Eftirlitsskýrsla HAUST/Fellaskóli

Málsnúmer 201505147

Skólastjóri lagði fram viðhaldsyfirlit á grundvelli eftirlitsskýrslunnar. Fram kemur að búið er að bæta úr um helmingi athugasemda og öðrum athugasemdum hefur verið vísað til umsjónamanns fasteigna vegna viðhalds á árinu 2016.

7.Egilsstaðaskóli - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201509097

Sigurlaug Jónasdóttir fylgdi eftir drögum að fjárhagsáætlun fyrir Egilsstaskóla 2016. Hún benti á að hún teldi að um væri að ræða lágmarks rekstrarkostnað miðað við starfsemi skólans

Afgreiðslu áætlunarinnar vísað til endanlegrar afgreiðslu fræðslusviðs 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Eftirlitsskýrsla HAUST/Egilsstaðaskóli

Málsnúmer 201505165

Sigurlaug Jónasdóttir fór yfir athugasemdir í eftirlitsskýrslunni. Lagfæringar hafa farið fram nema viðgerð á gólfdúk og leka við glervegg. Þeim atriðum hefur verið vísað til umsjónamanns fasteigna.

9.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar

Fundi slitið - kl. 20:06.