Hallormsstaðaskóli - kennslugögn og búnaður

Málsnúmer 201509100

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 29.09.2015

Formaður kynnti málið og vísaði í bókun bæjarráðs frá 1. september sl. þar sem fræðslunefnd er falið að undirbúa frágang og ráðstöfun lausabúnaðar í Hallormsstaðaskóla.

Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, áréttaði þá skoðun sína að hún teldi að þar sem Hallormstaðaskóli hefði verið sameinaður Egilsstaðaskóla þegar hann var gerður að deild á síðasta skólaári þá ætti Egilsstaðaskóli fyrsta rétt á að ráðstöfun á þeim kennslugögnum og búnaði sem í Hallormsstaðaskóla eru.

Leikskólastjórnendur munu hittast nk.mánudag í húsnæði Hallormsstaðaskóla til að kynna sér þann leikskólabúnað sem þar er og grunn- og tónlistaskólastjórnendur munu hittast nk. þriðjudag til að kynna sér þann búnað sem í skólahúsnæðinu er. Tillaga um ráðstöfun búnaðarins á grundvelli þeirra heimsókna verður síðan lögð fyrir fræðslunefnd á fundi nefndarinnar 13. október nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 224. fundur - 27.10.2015

Fyrir lá tillaga að ráðstöfun búnaðar á grundvelli tillagna og óska frá skólastjórnendum. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Fyrir fræðslunefnd lá tillaga að ráðstöfun búnaðar á grundvelli tillagna og óska frá skólastjórnendum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu fræðslunefndar samþykkir bæjastjórn framlagða tillögu nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.