Formaður kynnti málið og vísaði í bókun bæjarráðs frá 1. september sl. þar sem fræðslunefnd er falið að undirbúa frágang og ráðstöfun lausabúnaðar í Hallormsstaðaskóla.
Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, áréttaði þá skoðun sína að hún teldi að þar sem Hallormstaðaskóli hefði verið sameinaður Egilsstaðaskóla þegar hann var gerður að deild á síðasta skólaári þá ætti Egilsstaðaskóli fyrsta rétt á að ráðstöfun á þeim kennslugögnum og búnaði sem í Hallormsstaðaskóla eru.
Leikskólastjórnendur munu hittast nk.mánudag í húsnæði Hallormsstaðaskóla til að kynna sér þann leikskólabúnað sem þar er og grunn- og tónlistaskólastjórnendur munu hittast nk. þriðjudag til að kynna sér þann búnað sem í skólahúsnæðinu er. Tillaga um ráðstöfun búnaðarins á grundvelli þeirra heimsókna verður síðan lögð fyrir fræðslunefnd á fundi nefndarinnar 13. október nk.
Sigurlaug Jónasdóttir, skólastjóri Egilsstaðaskóla, áréttaði þá skoðun sína að hún teldi að þar sem Hallormstaðaskóli hefði verið sameinaður Egilsstaðaskóla þegar hann var gerður að deild á síðasta skólaári þá ætti Egilsstaðaskóli fyrsta rétt á að ráðstöfun á þeim kennslugögnum og búnaði sem í Hallormsstaðaskóla eru.
Leikskólastjórnendur munu hittast nk.mánudag í húsnæði Hallormsstaðaskóla til að kynna sér þann leikskólabúnað sem þar er og grunn- og tónlistaskólastjórnendur munu hittast nk. þriðjudag til að kynna sér þann búnað sem í skólahúsnæðinu er. Tillaga um ráðstöfun búnaðarins á grundvelli þeirra heimsókna verður síðan lögð fyrir fræðslunefnd á fundi nefndarinnar 13. október nk.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.