Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs

224. fundur 27. október 2015 kl. 17:00 - 19:35 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Davíð Þór Sigurðarson formaður
  • Hrund Erla Guðmundsdóttir varaformaður
  • Aðalsteinn Ásmundarson aðalmaður
  • Soffía Sigurjónsdóttir aðalmaður
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi
Drífa Sigurðardóttir, Daníel Arason og Jón Arngrímsson mættu á fundinn undir lið 1. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Stefanía Malen Stefánsdóttir, Þorvaldur Hjarðar og Hrefna Egilsdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 2-9 og auk þeirra skólastjórnendurnir Ruth Magnúsdóttir og Sverri Gestsson undir lið 2-4. Áheyrnarfulltrúar leikskóla Sigríður Herdís Pálsdóttir og Hlín Stefánsdóttir mættu á fundinn undir liðum 7-9.

1.Úttekt á skólastarfi á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201411048

Í vinnslu.

2.Egilsstaðaskóli - sjálfsmatsskýrsla 2014-2015

Málsnúmer 201510149

Ruth Magnúsdóttir fylgdi eftir sjálfsmatsskýrslu Egilsstaðaskóla 2014-2015 og sagði frá þeirri vinnu sem fram fer í tengslum við og í kjölfar sjálfsmats skólans. Fræðslunefnd samþykkir sjálfsmatsskýrsluna fyrir sitt leyti en mun taka úrbótaáætlun þessa skólaárs til afgreiðslu þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fellaskóli - sjálfsmatsskýrsla 2014-2015

Málsnúmer 201510147

Sverrir Gestsson fylgdi eftir sjálfsmatsskýrslu Fellaskóla 2014-2015 og kynnti forsendur hennar.

Fræðslunefnd samþykkir sjálfsmatsskýrsluna fyrir sitt leyti en mun taka úrbótaáætlun þessa skólaárs til afgreiðslu þegar hún liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Brúarásskóli - sjálfsmatsskýrsla 2014-2015

Málsnúmer 201510148

Stefanía Malen Stefánsdóttir fylgdi eftir sjálfsmatsskýrslu 2014-2015 og kynnti forsendur hennar.

Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti sjálfsmatsskýrsluna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Breytingar á aðalnámskrá grunnskóla

Málsnúmer 201510150

Lagt fram til kynningar.

6.Skýrsla starfshóps um almenningssamgöngur og skólaakstur 2015

Málsnúmer 201510151

Fræðslunefnd þakkar greinargóða skýrslu.

Lagt fram til kynningar.

7.Úttekt mennta- og menningarmálaráðuneytis á sérfræðiþjónustu sveitarfélaga 2013-2014

Málsnúmer 201407041

Úrbótaáætlun lögð fram til kynningar.

8.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

Málsnúmer 201510037

Lagt fram til kynningar.

9.Hallormsstaðaskóli - kennslugögn og búnaður

Málsnúmer 201509100

Fyrir lá tillaga að ráðstöfun búnaðar á grundvelli tillagna og óska frá skólastjórnendum. Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti þá tillögu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:35.