Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

Málsnúmer 201510037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 314. fundur - 12.10.2015

Bæjarráð samþykkir að vísa samþykktum SSA út til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til upplýsinga og umfjöllunar.

Félagsmálanefnd - 139. fundur - 21.10.2015

Ályktanir aðalfundar SSA 2015 lagðar fram til kynningar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Ályktanirnar lagðar fram til kynningar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 25. fundur - 26.10.2015

Fyrir liggja ályktanri frá aðalfundi SSA 2015, sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 12. október 2015 að vísa til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til upplýsinga og umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Fyrir liggja ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 15. fundur - 28.10.2015

Fyrir liggja ályktanri frá aðalfundi SSA 2015, sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 12. október 2015 að vísa til viðkomandi nefnda sveitarfélagsins til upplýsinga og umfjöllunar.

Lagt fram til kynningar.

Náttúruverndarnefnd - 4. fundur - 09.11.2015

Lagðar eru fram ályktanir aðalfundar SSA 2015, sem snúa að náttúruverndarnefnd.

Náttúruverndarnefnd tekur undir með SSA og hvetur ríkisvaldið til að leggja til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða.
Náttúruverndarnefnd ítrekar mikilvægi þess að umhverfismálum verði áfram helgaður sérstakur liður á aðalfundum SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Á fundi náttúruverndarnefndar voru lagðar fram ályktanir aðalfundar SSA 2015, sem snúa að náttúruverndarnefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn og náttúruverndarnefnd taka undir með SSA og hvetja ríkisvaldið til að leggja til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða.
Jafnframt ítrekar bæjarstjórn mikilvægi þess að umhverfismálum verði áfram helgaður sérstakur liður á aðalfundum SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.