Náttúruverndarnefnd

4. fundur 09. nóvember 2015 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Þórhildur Þöll Pétursdóttir formaður
  • Leifur Þorkelsson varaformaður
  • Freyr Ævarsson starfsmaður
Fundargerð ritaði: Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála

1.Ályktanir Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2015.

Málsnúmer 201510037Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram ályktanir aðalfundar SSA 2015, sem snúa að náttúruverndarnefnd.

Náttúruverndarnefnd tekur undir með SSA og hvetur ríkisvaldið til að leggja til mun meiri fjármuni til uppbyggingar á friðlýstum svæðum, þannig að sveitarfélög sjái sér í ríkara mæli hag í því að taka að sér umsjá og rekstur slíkra svæða.
Náttúruverndarnefnd ítrekar mikilvægi þess að umhverfismálum verði áfram helgaður sérstakur liður á aðalfundum SSA.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

2.Ársfundur Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2015

Málsnúmer 201510168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundarboð og dagskrá vegna ársfundar Umhverfisstofnunar og náttúruverndarnefnda sveitarfélaga 2015.

Nefndin samþykkir að verkefnastjóri umhverfismála sæki fundinn fyrir hönd nefndarinnar.
Nefndin vill beina því til Umhverfisstofnunar að senda út drög að dagskrá með góðum fyrirvara og jafnframt að bjóða upp á fundinn í fjarfundabúnaði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201503010Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:00.