Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201503010

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 19. fundur - 11.03.2015

Lögð er fram hugmynd að breytingum við Egilsstaðaflugvöll.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hefja undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, til samræmis við hugmyndir Isavía.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 213. fundur - 18.03.2015

Lögð er fram hugmynd að breytingum við Egilsstaðaflugvöll.

Gunnar Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hefja undirbúning að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, til samræmis við hugmyndir Isavía.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en 1 var fjarverandi (GJ).

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og grein 4.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Gert er ráð fyrir að á aðalskipulagsuppdrætti verði reitur fyrir þjónustustofnanir með auðkenni A6/T8 stækkaður úr 15 ha. í 33 ha. til austurs inn á landbúnaðarland að Eyvindará og um leið verða vatnsvarndarákvæði austan flugvallarins felld niður.

Málinu frestað til næsta reglulega fundar nefndarinnar.

Náttúruverndarnefnd - 4. fundur - 09.11.2015

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35. fundur - 11.11.2015

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og grein 4.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Gert er ráð fyrir að á aðalskipulagsuppdrætti verði reitur fyrir þjónustustofnanir með auðkenni A6/T8 stækkaður úr 15 ha. í 33 ha. til austurs inn á landbúnaðarland að Eyvindará og um leið verða vatnsvarndarákvæði austan flugvallarins felld niður. Málið var áður á dagskrá 27.10.2015.
Skipulagsáformin hafa verið kynnt landeiganda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30. grein skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og grein 4.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Gert er ráð fyrir að á aðalskipulagsuppdrætti verði reitur fyrir þjónustustofnanir með auðkenni A6/T8 stækkaður úr 15 ha. í 33 ha. til austurs inn á landbúnaðarland að Eyvindará og um leið verða vatnsverndarákvæði austan flugvallarins felld niður. Málið var áður á dagskrá 27.10. 2015.
Skipulagsáformin hafa verið kynnt landeiganda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða skipulagslýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30. grein skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu, en einn var fjarverandi (GJ)

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 49. fundur - 08.06.2016

Að lokinni kynningu skipulagslýsingar sem var kynnt í samræmi við tilvísan í 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010, er hér lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 á athafna- og þjónustusvæði við Egilsstaðaflugvöll, dags.27.maí 2016.
Breytingin nær til landnotkunarreita A6 og T8 sem finna má á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins fyrir Egilsstaði og í köflum 9.4 og 9.6 í greinargerð. Breytingin nær einnig til vatnsverndar á Egilsstaðanesi, sjá sama uppdrátt og kafla 9.18 í greinargerð og legu afleggjara að flugstöð sem er flokkaður sem stofnvegur.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að auglýsa tillöguna skv. 1.mgr.31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu að fengnu samþykki bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 240. fundur - 15.06.2016

Að lokinni kynningu skipulagslýsingar sem var kynnt í samræmi við tilvísan í 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr.123/2010, er hér lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 á athafna- og þjónustusvæði við Egilsstaðaflugvöll, dags.27.maí 2016.
Breytingin nær til landnotkunarreita A6 og T8 sem finna má á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins fyrir Egilsstaði og í köflum 9.4 og 9.6 í greinargerð. Breytingin nær einnig til vatnsverndar á Egilsstaðanesi, sjá sama uppdrátt og kafla 9.18 í greinargerð og legu afleggjara að flugstöð sem er flokkaður sem stofnvegur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur starfsmanni skipulags- og byggingarsviðs það til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með 8 atkv. en 1 var fjarverandi (GJ)

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 373. fundur - 13.02.2017

Lagðar fram athugasemdir frá eigendum og bændum á Egilsstöðum 1.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 64. fundur - 22.02.2017

Lögð er fyrir Umhverfis- og framkvæmdanefnd tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 að lokinni auglýsingu skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ábendingar/athugasemdir bárust á kynningartíma.

Jafnframt er til umræðu og afgreiðslu athugasemdir frá eigendum og bændum á Egilsstöðum 1 sem vísað var til nefndarinnar af fundi bæjarráðs nr.373 þann 13. febrúar sl.
Fyrir liggur umsögn Jón Jónssonar hrl. á skipulagsferil málsins.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd hefur yfirfarið þær umsagnir / ábendingar og athugasemdir sem bárust á kynningartíma.

Lögð eru fram viðbrögð við athugasemdum við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna athafnasvæðis við Egilsstaðaflugvöll þar sem rakin eru efnisatriði athugasemda sem fram komu á auglýsingartíma.

Jafnframt er lögð fram umsögn Jóns Jónsson hrl. sem svar við athugasemdum eigenda og bænda á Egilsstöðum 1.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd telur að ekki sé tilefni til breytinga á tillögunni eða málsmeðferðinni vegna fyrrgreindra athugasemda og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skipulagsbreytinguna sbr. 32.gr.Skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan borin upp, já sögðu fjórir (ÁK, PS, ÞB og EK) og einn greiðir ekki atkvæði (GRE).