Umhverfis- og framkvæmdanefnd

35. fundur 11. nóvember 2015 kl. 17:00 - 19:59 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Árni Kristinsson formaður
  • Páll Sigvaldason aðalmaður
  • Ester Kjartansdóttir aðalmaður
  • Þórhallur Borgarson varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson varamaður
  • Ómar Þröstur Björgólfsson
Fundargerð ritaði: Ómar Þröstur Björgólfsson
Í upphafi fundar óskaði formaður eftir að bæta við tveimur liðum sem eru Fossgerði breyting á aðalskipulagi og Stóra- Sandfell deiliskipulag og verða þeir liðir númer 14 og 15 í dagskránni.

1.Aðalfundur HAUST 2015.

Málsnúmer 201510012

Lögð er fram fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2015, haldinn 28. október 2015.

Lagt fram til kynningar.

2.Samgönguáætlun 2015-2026

Málsnúmer 201510154

Erindi í tölvupósti dagsett 23.10.2015 þar sem vakin er athygli á að mat á umhverfisáhrifum samgönguáætlunar 2015-1026 sé nú til umsagnar skv. lögum um umhverfismat áætlana. Frestur til að koma með ábendingar eða athugasemdir er til og með 13. móvember nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við umhverfisskýrsluna en áskilur sér rétt til að gera athugasemdir á síðari stigum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Tjarnarland urðunarstaður.

Málsnúmer 201507040

Lögð er fram sýnatökuskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands dagsett 2. móvember 2015.

Lagt fram til kynningar.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201511002

Erindi dagsett 28. október 2015 þar sem Baldur Grétarsson kt.250461-7479 og Katrín M. Karlsdóttir kt.300761-2919 sækja um byggingarleyfi fyrir lítið hús á Skipalæk. Fyrir liggja teikningar af húsinu ásamt samþykki landeiganda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar tilskilin gögn liggja fyrir.

Nefndin ítrekar fyrri bókun um kröfu um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Viðhald og málun ljósastaura

Málsnúmer 201510142

Erindi í tölvupósti dagsett 13.10.2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Þjónustusamfélagsins óskar eftir að ljósastaurar við Fagradalsbrautina verði málaðir að neðan fyrir næsta ferðamannatímabil. Málið var áður á dagskrá 27.10.2015. Komið hefur í ljós að RARIK er eigandi stauranna en ekki Vegagerðin.

Effirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafna erindinu þar sem sveitarfélagið er ekki eigandi stauranna né umráðandi. Nefndin bendir bréfritara á að hafa samband við RARIK um framhald málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201503010

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir Egilsstaðaflugvöll, Fljótsdalshéraði vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt 30.gr.skipulagslaga nr.123/2010 og grein 4.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Gert er ráð fyrir að á aðalskipulagsuppdrætti verði reitur fyrir þjónustustofnanir með auðkenni A6/T8 stækkaður úr 15 ha. í 33 ha. til austurs inn á landbúnaðarland að Eyvindará og um leið verða vatnsvarndarákvæði austan flugvallarins felld niður. Málið var áður á dagskrá 27.10.2015.
Skipulagsáformin hafa verið kynnt landeiganda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Skipulagsstofnun og umsagnaraðilum og kynna fyrir almenningi samkvæmt 30. grein skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Umhverfis- og framkvæmdanefnd, starfs- og fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201510042

Lögð er fram fjárhagsáætlun 2016 ásamt drögum að kostnaðaráætlun fyrir nýbyggingu gatna 2016.

Lagt fram til kynningar.

8.Íþróttamiðstöðin ómtímamæling

Málsnúmer 201511029

Lögð er fram niðurstaða ómtímamælinga, sem Verkfræðistofan Efla gerði í Íþróttamiðstöðinni þann 01.10.2015.

Málið er í vinnslu.

9.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, umferðarhraði á Selási

Málsnúmer 201511030

Viðmælandi bendir á að umferðarþungi og umferðarhraði sé of mikill á Selási og Lagarási og gera þurfi ráðstafanir til úrbóta.
Einnig er bent á að koma þurfi upp fleiri ruslatunnum í bænum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Málið verður tekið til athugunar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Leiksvæði og göngustígur

Málsnúmer 201511031

Gerð er athugasemd við að ekki séu komin upp leiktæki á Suðursvæðinu og minnt á göngustíginn milli Hamra og Bláargerðis sem ólokið er við.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Málið verður tekið til athugunar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Kaupvangur 23 og Miðvangur 6

Málsnúmer 201511032

Vakin er athygli á, að ekki er lokið við íbúðir að Miðvangi 6, en vinna við þær íbúðir muni valda miklu ónæði fyrir þá sem búa í húsinu. Einnig er bent á slæma umgengni á lóðinni Kaupvangur 23.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að afla upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Gangstétt sunnan Fénaðarklappar

Málsnúmer 201511033

Bent er á að ganga þurfi frá gangstétt sunnan Fénaðarklappar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Málið verður tekið til athugunar við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, samgöngumál

Málsnúmer 201511034

Bent er á að styrkja þurfi veginn upp á Efridal þegar kemur að línulögninni frá Kröflu og bæjarstjórn þurfi að þrýsta þar á. Einnig minnt á snjómokstur og fjarskipti í dreifbýlinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendingarnar, samgöngumál verði tekin upp við Vegagerðina á næsta fundi með þeim.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

14.Fossgerði/Lóð 4 breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 201504080

Lögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, Sveitarfélagsuppdráttur B. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð dags.23. september 2015 og felur í sér að breyta íbúðarsvæði á reit B8 (5,4 ha) í landbúnaðarsvæði.

Esther Kjartansdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan að breytingunni verði metin óveruleg og hún send Skipulagsstofnun samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Stóra-Sandfell deiliskipulag

Málsnúmer 201406091

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Stóra- Sandfell III, IV og V á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 05.11.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga frá 12. febrúar til 26. mars 2015. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. mars 2015. Tvær athugasemdir bárust við tillöguna:
1) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 25.02.2015 þar sem gerð er athugasemd við stærð rotþróa.
Svar: Brugðist hefur verið við þessari athugasemd með því að taka stærðirnar út úr texta deiliskipulagsins. Stærð rotþróa verði ákveðin við hönnun fráveitunnar.

2) Vegagerðin dagsett 05.03.2015 þar sem bent er á að veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar er 60 m á stofnvegum, þ.e. 30 m frá miðlínu vegar.
Svar: Skipulagsmörk hafa verið færð út fyrir veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.

Til viðbótar hefur byggingarreitur 4 verið færður til og byggingarreit 9 bætt við skipulagstillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og hún send Skipulagsstofnun skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:59.