Bæjarstjórnarbekkurinn 16.10.2015, Kaupvangur 23 og Miðvangur 6

Málsnúmer 201511032

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35. fundur - 11.11.2015

Vakin er athygli á, að ekki er lokið við íbúðir að Miðvangi 6, en vinna við þær íbúðir muni valda miklu ónæði fyrir þá sem búa í húsinu. Einnig er bent á slæma umgengni á lóðinni Kaupvangur 23.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela starfsmanni að afla upplýsinga um málið og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 36. fundur - 25.11.2015

Vakin er athygli á, að ekki er lokið við íbúðir að Miðvangi 6, en vinna við þær íbúðir muni valda miklu ónæði fyrir þá sem búa í húsinu. Einnig er bent á slæma umgengni á lóðinni Kaupvangur 23.
Fyrir liggja upplýsingar um það sem varðar Miðvang 6.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að þrýsta á framkvæmdaraðila Miðvangs 6 að ljúka við íbúðirnar, einnig að eigendum fasteignarinnar að Kaupvangi 23 verði sent bréf þar sem krafist er tiltektar á lóðinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.