Stóra_Sandfell deiliskipulag

Málsnúmer 201406091

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 4. fundur - 13.08.2014

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Stóra Sandfell vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, samkvæmt 40.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30.gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 201. fundur - 20.08.2014

Lögð er fram verkefnislýsing fyrir Stóra Sandfell vegna fyrirhugaðs deiliskipulags, samkvæmt 40. gr.skipulagslaga nr.123/2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða verkefnalýsingu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana samkvæmt 30. gr.Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 10. fundur - 22.10.2014

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Stóra Sandfell III, IV og V, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags.22.05.2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir íbúðarhús og gistirými fyrir ferðamenn í stakstæðum smáhýsum og litlum gistihúsum og tjaldsvæði.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Samþykkir framlagða tillögu og leggur til við bæjarstjórn að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. þegar orðið smáhýsi hefur verið leiðrétt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 206. fundur - 05.11.2014

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi, Stóra Sandfell III, IV og V, Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð er sett fram á uppdrætti dags. 22.05. 2014 og felur m.a. í sér skipulag fyrir íbúðarhús og gistirými fyrir ferðamenn í stakstæðum smáhýsum og litlum gistihúsum og tjaldsvæði.
Tillagan hefur verið kynnt skv. ákv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123 2010.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagða tillögu og að hún verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. þegar orðið smáhýsi hefur verið leiðrétt

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35. fundur - 11.11.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11.2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Stóra- Sandfell III, IV og V á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 05.11.2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga frá 12. febrúar til 26. mars 2015. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. mars 2015. Tvær athugasemdir bárust við tillöguna:
1) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 25.02.2015 þar sem gerð er athugasemd við stærð rotþróa.
Svar: Brugðist hefur verið við þessari athugasemd með því að taka stærðirnar út úr texta deiliskipulagsins. Stærð rotþróa verði ákveðin við hönnun fráveitunnar.

2) Vegagerðin dagsett 05.03.2015 þar sem bent er á að veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar er 60 m á stofnvegum, þ.e. 30 m frá miðlínu vegar.
Svar: Skipulagsmörk hafa verið færð út fyrir veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.

Til viðbótar hefur byggingarreitur 4 verið færður til og byggingarreit 9 bætt við skipulagstillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og hún send Skipulagsstofnun skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11. 2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Stóra- Sandfell III, IV og V á Fljótsdalshéraði. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 05.11. 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga frá 12. febrúar til 26. mars 2015. Frestur til að skila inn athugasemdum var til 26. mars 2015. Tvær athugasemdir bárust við tillöguna:
1) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 25.02. 2015, þar sem gerð er athugasemd við stærð rotþróa.
Svar: Brugðist hefur verið við þessari athugasemd með því að taka stærðirnar út úr texta deiliskipulagsins. Stærð rotþróa verði ákveðin við hönnun fráveitunnar.

2) Vegagerðin dagsett 05.03. 2015 þar sem bent er á að veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar er 60 m á stofnvegum, þ.e. 30 m frá miðlínu vegar.
Svar: Skipulagsmörk hafa verið færð út fyrir veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar.

Til viðbótar hefur byggingarreitur 4 verið færður til og byggingarreit 9 bætt við skipulagstillöguna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna með áorðnum breytingum og að hún verði send Skipulagsstofnun skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.