Umhverfis- og framkvæmdanefnd, starfs- og fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201510042

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35. fundur - 11.11.2015

Lögð er fram fjárhagsáætlun 2016 ásamt drögum að kostnaðaráætlun fyrir nýbyggingu gatna 2016.

Lagt fram til kynningar.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 42. fundur - 09.03.2016

Til umræðu eru fjárfestingar 2016.

Ágústa Björnsdóttir vék af fundi kl. 19:45.

Málið er í vinnslu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 47. fundur - 11.05.2016

Lögð er fram breyting á starfs- og fjárhagsáætlun 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir eftirfarandi breytingu á fjárhagsáætlun 2016 vegna þakviðgerða á Fellaskóla og Tjarnarási 9 (Þjónustumiðstöð):
Gjaldalykillinn viðhald gatna verði lækkaður um 15 miljónir þ.e. úr 32 miljónum í 17 miljónir. Fjárfestingar verði hækkaðar um 9 miljónir úr 70 miljónum í 79 miljónir og sá hluti eignasjóðs viðhald og rekstur verði hækkaður um 6 miljónir þ.e. úr 60 miljónum í 66 miljónir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 238. fundur - 18.05.2016

Varðandi breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2016, er vísað til áður samþykkts viðauka 1, sem afgreiddur var í bæjarstjórn 04. maí sl.