Viðhald og málun ljósastaura

Málsnúmer 201510142

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 34. fundur - 27.10.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 13.10.2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Þjónustusamfélagsins óskar eftir að ljósastaurar við Fagradalsbrautina verði málaðir að neðan fyrir næsta ferðamannatímabil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið. Nefndin samþykkir að fela starfsmanni að vinna málið áfram í samráði við Vegagerðina, sem er eigandi stauranna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 226. fundur - 04.11.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 13.10. 2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Þjónustusamfélagsins óskar eftir að ljósastaurar við Fagradalsbrautina verði málaðir að neðan fyrir næsta ferðamannatímabil.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og tekur jákvætt í erindið. Samþykkt að fela starfsmanni nefndarinnar að vinna málið áfram í samráði við Vegagerðina, sem er eigandi stauranna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 35. fundur - 11.11.2015

Erindi í tölvupósti dagsett 13.10.2015 þar sem Ívar Ingimarsson f.h. Þjónustusamfélagsins óskar eftir að ljósastaurar við Fagradalsbrautina verði málaðir að neðan fyrir næsta ferðamannatímabil. Málið var áður á dagskrá 27.10.2015. Komið hefur í ljós að RARIK er eigandi stauranna en ekki Vegagerðin.

Effirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkir að hafna erindinu þar sem sveitarfélagið er ekki eigandi stauranna né umráðandi. Nefndin bendir bréfritara á að hafa samband við RARIK um framhald málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 227. fundur - 18.11.2015

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.