Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

373. fundur 13. febrúar 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Ester Kjartansdóttir 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði tengd rekstri sveitarfélagsins.

Björn kynnti fund um fjármál sveitarfélaga sem halda á í Reykjavík næsta mánudag og óskað er eftir að framkvæmdastjórar og fjármálastjórar sveitarfélaga sæki.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201701107

Lagður fram viðauki 2 við fjárhagsáætlun ársins 2017.

0010 Útgjaldajöfnunarframlag 2017, hækkun tekna um 12 milljónir.

3128 Gervigrasvellir við Egilsstaðaskóla og Brúarásskóla, viðhald á yfirborði. Hækkun rekstrargjalda í Eignasjóði um 12 milljónir.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framangreindur viðauki verði samþykktur.

3.Fundargerðir stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2017

Málsnúmer 201701027

Fundargerð 5. fundar stjórnar SSA, frá 31. janúar lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir Ársala bs. 2017

Málsnúmer 201702058

Fundargerð frá 8. febrúar lögð fram til kynningar.

5.Fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis

Málsnúmer 201702038

Fyrirhugaður fundur með þingmönnum Norðausturkjördæmis, 13. febrúar 2017 ræddur og undirbúinn.

6.Dagur leikskólans 2017

Málsnúmer 201702035

Lögð fram erindi sem leikskólabörn frá Tjarnarskógi afhentu bæjarstjóra í heimsókn þeirra á bæjarskrifstofurnar í síðustu viku.
Má þar til dæmis nefna að mála þarf gangbrautir betur, víða mætti bæta við leiktækjum, setja mætti bát í sundlaugina, fár dýr á leikskólann, fleiri hús fyrir fólk frá öðrum löndum til að flytja í og fleiri gönguljós og gangbrautir.
Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við umhverfis- og framkvæmdanefnd og fræðslunefnd.

7.Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Austurlandi

Málsnúmer 201702052

Lagðar fram starfsreglur fyrir Svæðisskipulagsnefnd.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi starfsreglur verði staðfestar.

8.Endurskoðun samninga við Fjölís

Málsnúmer 201702051

Lögð fram drög að nýjum samningi við Fjölís, vegna afritunar á höfundarvörðu efni. Samband Ísl. sveitarfélaga hefur unnið að undirbúningi þessara samningsdraga og mæla með því að sveitarfélög geri slíkan samning við þetta félag höfundarréttarhafa.

Bæjarráð samþykkir að ganga frá samningi við Fjölís og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

9.Athugasemdir vegna álagningar fasteignagjalda

Málsnúmer 201702060

Kynnt erindi frá húseiganda vegna álagningar fasteignagjalda á húsnæði í ferðaþjónustu.
Skrifstofustjóra að falið að svara erindinu, með vísan til gildandi leyfis og nýrra laga og reglugerðar varðandi þessi mál.

10.Áætlun um að skipta út dekkjakurli á leik- og íþróttavöllum

Málsnúmer 201701034

Vísað til afgreiðslu í lið 2 í þessari fundargerð.

11.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061

Málinu frestað.

12.Flugvöllur aðalskipulagsbreyting

Málsnúmer 201503010

Lagðar fram athugasemdir frá eigendum og bændum á Egilsstöðum 1.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar.

13.Orkustofnun vegna skilgreiningar þéttbýlis og dreifbýlis

Málsnúmer 201611099

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að svara erindinu og skila inn athugasemdum fyrir tilskilinn frest.

14.Frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga

Málsnúmer 201702075

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að taka saman umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, í samræmi við umræður á fundinum.

Fundi slitið.