Dagur leikskólans 2017

Málsnúmer 201702035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 373. fundur - 13.02.2017

Lögð fram erindi sem leikskólabörn frá Tjarnarskógi afhentu bæjarstjóra í heimsókn þeirra á bæjarskrifstofurnar í síðustu viku.
Má þar til dæmis nefna að mála þarf gangbrautir betur, víða mætti bæta við leiktækjum, setja mætti bát í sundlaugina, fár dýr á leikskólann, fleiri hús fyrir fólk frá öðrum löndum til að flytja í og fleiri gönguljós og gangbrautir.
Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við umhverfis- og framkvæmdanefnd og fræðslunefnd.