Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka 1 til bæjarstjórnar til afgreiðslu, en hann er aðallega vegna áhrifa nýrra kjarasamninga og vegna breytinga á mótframlagi í lífeyrissjóði LSR og Brúar.
Björn Ingimarsson kynnti viðauka við fjárhagsáætlun 2017. Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2017, en hann er aðallega vegna áhrifa nýrra kjarasamninga og vegna breytinga á mótframlagi í lífeyrissjóði LSR og Brúar.
Framlagður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017. Viðaukinn er annars vegar vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga að upphæð um 397 milljónir kr. og hins vegnar vegna framlag að fjárhæð 9,6 millj. kr. til byggingarsjóðs Brynju húsfélags vegna bygginga á 4 nýjum íbúðum.
a) Fyrir liggur tillaga að heimild fyrir láni í Aðalsjóði með skuldabréfum vegna lífeyrisskuldbindingarinnar hjá Brú lífeyrissjóði þegar endanlegt uppgjör skuldbindingarinnar liggur fyrir nú í desember nk. Annars vegar um 369,5 milljónir króna til 30 ára og hins vegar um 26,9 milljónir króna til 20 ára. Bæði skuldabréfin verða verðtryggð og bera um 3,5% vexti. Á móti er eignfærsla á 297 millj. kr. sem er fyrirframgr framtíðarhalli sjóðsins sem gjaldfærist á næstu 30 árum. b) Lagt er til að samþykkt verði 9,6 millj. kr. framlag til byggingarsjóðs Brynju húsfélags vegna byggingar á 4 nýjum íbúðum. (02690) c) Framlag Jöfnunarsjóðs vegna reksturs tónlistarskóla hækkar um 2,5 millj. kr. (00100) d) Gert er ráð fyrir sölu á þjónustubíl Eignasjóðs á árinu. Áætlað söluverð 1 millj. kr. (33xxx) e) Rekstur lífeyrisskuldbindinga í málaflokki 22 hækkar sem nemur kr. 98 millj. kr. fyrir árið 2017 og nemi í heildina kr. 145,7 millj. kr. (22620) Því er lagt til í samræmi við ofangreint að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2017 og mun fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 breytast sem hér segir.