Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

370. fundur 23. janúar 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201701107Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka 1 til bæjarstjórnar til afgreiðslu, en hann er aðallega vegna áhrifa nýrra kjarasamninga og vegna breytinga á mótframlagi í lífeyrissjóði LSR og Brúar.

3.Rannsóknasetur HÍ á Egilsstöðum

Málsnúmer 201405138Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að yfirlýsingu Stofnunnar rannsóknarsetra Háskóla Íslands og Fljótsdalshéraðs um áframhald rannsókna á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins, en lýsir jafnframt vonbrigðum með að það skuli dragast um ár að auglýsa eftir starfi forstöðumanns rannsóknarseturs HÍ á Egilsstöðum.

4.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406080Vakta málsnúmer

Farið yfir mögulegar breytingar á samþykktunum, sem lúta aðallega að fjölda funda nefnda og störfum þeirra almennt.
Málið áfram í vinnslu.

5.Umsókn um tækifærisleyfi og tímabundið áfengsleyfi/Þorrablót Hróarstungu

Málsnúmer 201701119Vakta málsnúmer

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts í Hróarstungu sem halda á í Tungubúð 18.02.2017.
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um, einkum með vísan til 3 málsgreinar 24. greinar samþykktarinnar.

6.Umsókn um tækifærisleyfi og tímabundið áfengsleyfi/Þorrablót í Skriðdal

Málsnúmer 201701120Vakta málsnúmer

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts í Skriðdal sem halda á að Arnhólsstöðum 11.02.2017.
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um, einkum með vísan til 3 málsgreinar 24. greinar samþykktarinnar.

Fundi slitið.