Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka 1 til bæjarstjórnar til afgreiðslu, en hann er aðallega vegna áhrifa nýrra kjarasamninga og vegna breytinga á mótframlagi í lífeyrissjóði LSR og Brúar.
Lögð fram drög að yfirlýsingu Stofnunnar rannsóknarsetra Háskóla Íslands og Fljótsdalshéraðs um áframhald rannsókna á Austurlandi.
Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins, en lýsir jafnframt vonbrigðum með að það skuli dragast um ár að auglýsa eftir starfi forstöðumanns rannsóknarseturs HÍ á Egilsstöðum.
4.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts í Hróarstungu sem halda á í Tungubúð 18.02.2017. Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um, einkum með vísan til 3 málsgreinar 24. greinar samþykktarinnar.
6.Umsókn um tækifærisleyfi og tímabundið áfengsleyfi/Þorrablót í Skriðdal
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts í Skriðdal sem halda á að Arnhólsstöðum 11.02.2017. Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um, einkum með vísan til 3 málsgreinar 24. greinar samþykktarinnar.