Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

370. fundur 23. janúar 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkra liði tengda fjármálum og rekstri sveitarfélagsins.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2017

Málsnúmer 201701107

Bæjarráð samþykkir að vísa viðauka 1 til bæjarstjórnar til afgreiðslu, en hann er aðallega vegna áhrifa nýrra kjarasamninga og vegna breytinga á mótframlagi í lífeyrissjóði LSR og Brúar.

3.Rannsóknasetur HÍ á Egilsstöðum

Málsnúmer 201405138

Lögð fram drög að yfirlýsingu Stofnunnar rannsóknarsetra Háskóla Íslands og Fljótsdalshéraðs um áframhald rannsókna á Austurlandi.

Bæjarráð samþykkir drögin og felur bæjarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins, en lýsir jafnframt vonbrigðum með að það skuli dragast um ár að auglýsa eftir starfi forstöðumanns rannsóknarseturs HÍ á Egilsstöðum.

4.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406080

Farið yfir mögulegar breytingar á samþykktunum, sem lúta aðallega að fjölda funda nefnda og störfum þeirra almennt.
Málið áfram í vinnslu.

5.Umsókn um tækifærisleyfi og tímabundið áfengsleyfi/Þorrablót Hróarstungu

Málsnúmer 201701119

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts í Hróarstungu sem halda á í Tungubúð 18.02.2017.
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um, einkum með vísan til 3 málsgreinar 24. greinar samþykktarinnar.

6.Umsókn um tækifærisleyfi og tímabundið áfengsleyfi/Þorrablót í Skriðdal

Málsnúmer 201701120

Bæjarráð veitir jákvæða umsögn um veitingu tækifæris- og tímabundins áfengisleyfis vegna þorrablóts í Skriðdal sem halda á að Arnhólsstöðum 11.02.2017.
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um, einkum með vísan til 3 málsgreinar 24. greinar samþykktarinnar.

Fundi slitið.