Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmsa liði sem tengjast fjármálum og rekstri sveitarfélagsins á árinu 2016. Einnig kynnti Björn Ingimarsson upplýsingar frá Sambandi sveitarfélaga um ýmsar lykiltölur um leik- og grunnskóla. Farið yfir grein í gildandi starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs, sem varðar stuðning við líkamsrækt starfsmanna og lagt til að breyta henni þannig að hún hljóði svo: "Stuðla að hreyfingu og líkamsrækt starfsmanna, með því að greiða árlegan hreyfi- og heilsueflingarstyrk til starfsfólks sveitarfélagsins, samkvæmt nánari reglum þar um".
Björn Ingimarsson kynnti erindi frá Eiðum ehf. varðandi veðheimildir í leik- og barnaskólann á Eiðum. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að semja við félagið um veðheimildir.
Farið yfir nýjar reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Varðandi álagningu fasteignagjalda á húsnæði til útleigu til ferðamanna leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að allt það húsnæði sem í dag er með leyfi til gistingar fái álagningu samkvæmt gjaldflokki C fyrir árið 2017. Sé um heimagistingu að ræða, skal álagning í C flokki miðast við uppgefna nýtingarfermetra húsnæðisins til atvinnustarfsemi.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur atriði tengd rekstri sveitarfélagsins.
Björn kynnti fund um fjármál sveitarfélaga sem halda á í Reykjavík næsta mánudag og óskað er eftir að framkvæmdastjórar og fjármálastjórar sveitarfélaga sæki.
Björn fór yfir umsókn til Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um stuðning við unglingalandsmótið sem halda á um Verslunarmannahelgina í sumar og afgreiðslu á henni. Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum sínum með þá afgreiðslu sem umsóknin fékk, en þar fékk sveitarfélagið 5 milljónir til landsmótshaldsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka upp viðræður við UMFÍ og Mennta- og menningarmálaráðuneytið um þessa afgreiðslu.
Einnig kynnti bæjarstjóri drög að samkomulagi varðandi símabakvaktir vegna barnaverndarmála.
Bæjarstjóri kynnti einnig uppsagnarbréf frá Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra. Bæjarstjóra falið að auglýsa starfið.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og uppgjöri ársins 2016. Einnig fór Björn bæjarstjóri yfir áætlun varðandi unglingalandsmótið sem halda á um Verslunarmannahelgina hér á Fljótsdalshéraði.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnti uppsagnarbréf frá Vífli Björnssyni skipulags- og byggingarfulltrúa, sem segir upp með hefðbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Bæjarstóra falið að auglýsa starfið við fyrsta tækifæri.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu ársreiknings 2016 sem lagður verður fyrir bæjarráð og bæjarstjórn miðvikudaginn 15. mars 2017.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri lagði fram kostnaðarmat á endurbótum á félagslegu húsnæði að Heimatúni 1. Bæjarráð telur rétt að ráðast í þær framkvæmdir sem áætlunin gerir ráð fyrir. Bæjarráð vísar málinu til yfirmanns eignasjóðs og felur honum að leggja upp framkvæmdaáætlun fyrir verkið fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd, áður en frekari ákvarðanir verða teknar.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti erindi frá Hilmari Gunnlaugssyni fasteignasala, þar sem koma fram athugasemdir frá kaupanda barnaskólans á Hallormsstað vegna meintra galla á eigninni og tillögur að lausn málsins. Bæjarráð ítrekar þá afstöðu sem kynnt var með bréfi 14. júní 2016, þar sem bótaskyldu er hafnað. Bæjarstjóra falið að fara nánar yfir þær tillögur sem fram koma í bréfinu, í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Björn bæjarstóri ræddi samskipti við kaupanda Hallormsstaðaskóla,vegna breyttra aðstæðna í rekstri Skógarorku og fór yfir málin. Honum falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráðsmönnum.
Einnig fór Björn Ingimarsson bæjarstjóri yfir fund sem hann og Óðinn Gunnar sátu með fulltrúum Seyðisfjarðarbæjar, varðandi rekstur skíðasvæðisins í Stafdal. Birni falið að kanna með fundartíma fyrir annan fund með bæjarráði Seyðisfjarðar til að ræða þetta mál frekar, ásamt ýmsum öðrum málum.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir upplýsingar um mannfjöldatölur miðað við nýliðin mánaðarmót.
Einnig fór Björn Ingimarsson yfir nokkur mál og upplýsti bæjarráðsmenn um þau. Í framhaldinu voru rædd nokkur mál sem tengjast samskiptum ríkisvalsins og fjórðungsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti bæjarráðsmönnum. Einnig kynnti hann fyrirhugaða fundi sem boðaðir hafa verið á næstunni.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti nokkur atriði sem snúa að rekstri sveitarfélagsins.
Rætt um erlenda starfsmenn sem koma til vinnu í sveitarfélaginu og rétta skráningu þeirra sem launþega hjá þeirra vinnuveitendum. Starfsmönnum falið að taka saman leiðbeiningar um skráningarferlið og koma til þeirra atvinnurekenda sem eru að ráða erlenda starfsmenn til sín.
Jafnframt eru þeir sem búa í sveitarfélaginu hvattir til að skrá lögheimili sitt í samræmi við búsetu og atvinnurekendur og leigusalar hvattir til að huga að lögheimilisfestu starfsmanna og leigjenda sinna.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri kynnti ýmsar tölur úr rekstri sveitarfélagsins. M.a. kom fram hjá honum að um síðustu mánaðarmót fór íbúatala sveitarfélagsins yfir 3500 íbúa. Bæjarráð fagnar því að áfram fjölgar íbúum í sveitarfélaginu.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir mál tengd rekstri sveitarfélagsins og ræddi uppfærslu á núverandi bókhaldskerfi þess. Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að undirbúa uppfærslu á bókhaldskerfinu, miðað við að sú vinna fari fram á komandi hausti.
Einnig sagði Björn Ingimarsson bæjarstjóri frá fundum sem hann hefur átt og viðræðum þar um ýmis mál.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins. M.a. fór hann yfir nýlega útgefið fasteignamat sem gilda á fyrir árið 2018.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti hugmyndir að rekstri og fyrirkomulagi afhendingar að fjarvarmaveitunni á Eiðum.
Bæjarráð Fljótsdalshéraðs fagnar því að hafin sé vinna við að koma á virku háskólasetri á Austurlandi í samstarfi sveitarfélaga, framhaldsskóla og fulltrúa atvinnulífs á svæðinu, auk Háskólans á Akureyri. Fyrir hönd Fljótsdalshéraðs lýsir bæjarráð því yfir að sveitarfélagið er tilbúið til að koma að þessu þarfa verkefni með virkri þátttöku í stýrihóp um verkefnið sem og með fjárframlögum vegna kostnaðar sem óhjákvæmilega mun koma til við undirbúning þess. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu fyrir hönd sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál og upplýsti bæjarráðsmenn um stöðuna.
Vegna óformlegrar fyrirspurnar um möguleg kaup sveitarfélagsins á Hraungarði 8 Eiðum, þá sér bæjarráð ekki þörf á að sveitarfélagið eignist þetta húsnæði.
Vegna hugmynda um afmæliskaffi, í tilefni af 70 ára afmæli þéttbýlisins á Egilsstöðum, samþykkir bæjarráð aukafjárveitingu til Ormsteitis upp á allt að 500 þúsund kr. vegna þessa. Upphæðinni verði færð á liðinn 05-77.
Bæjarstjóri kynnti drög að dagskrá vinabæjarmótsins sem verður á Egilsstöðum 10. - 12. ágúst.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Rætt um kaup á námsgögnum fyrir grunnskólanemendur sveitarfélagsins. Í fjárhagsáætlun skólanna 2107 var gert ráð fyrir kaupum á námsgögnum fyrir nemendum í 1. - 4 bekk. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gert verði ráð fyrir að veita öllum nemendum grunnskóla nauðsynleg námsgögn þeim að kostnaðarlausu. Bæjarráð felur fræðslustjóra, í samráði við skólastjórnendur, að útfæra kaup á umræddum námsgögnum. Fræðslustjóra og fjármálastjóra er falið að leggja fram endanlegt mat á kostnaði við framkvæmdina og áhrif á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs og næsta árs. Framangreind bókun samþykkt samhljóða.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Björn Ingimarsson kynnti bréf frá Sambandi sveitarfélaga varðandi hækkun á kostnaðarþátttöku sveitarfélaga vegna reksturs kjarasviðs Sambandsins. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við umræddar breytingar.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og kynnti bæjarráði.
Rætt um erindi SSA vegna áfallinna lífeyrisskuldbindinga vegna fyrrum starfsmanns Skipulagsstofu Austurlands. Fyrir liggja drög að samningi milli aðildarsveitarfélaganna um skiptingu og yfirtöku á þessum lífeyrisskuldbindinum. Hlutdeild Fljótsdalshéraðs er 33,88% Bæjarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að skoða málið og vinna það áfram í samráði við önnur aðildarsveitarfélög SSA.
Farið yfir hugmyndir Jarðasjóðs varðandi ráðstöfun ríkisjarða.
Farið yfir ritkun prókúru sveitarfélagsins og formlega afgreiðslu slíkra mála, sbr. 49. gr. samþykkta Fljótsdalshéraðs. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
Farið yfir upplýsingar frá fjármálastjóra varðandi fjármál og rekstur sveitarfélagsins og ýmsar forsendur fyrir vinnslu fjárhagsáætlunar 2018 og þriggja ára áætlunar 2019 til 2021.
Einnig skoðað form fyrir bæjarstjórn til veitingar prókúru fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð samþykkir að málið verið tekið upp á næsta fundi bæjarstjórnar.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri sveitarfélagsins. M.a. fór hann yfir nýjar tillögur um breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs.
Guðlaugur kynnti einnig forrit fyrir opið bókhald og sýndi útfærslur á þeim. Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða málið frekar.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem tengjast rekstri og fjármálum sveitarfélagsins og honum falið að afla skýringa á launafrávikum á árinu 2017. Sérstaklega kynnti hann áætlun lífeyrissjóðsins Brúar um viðbótarframlag sveitarfélagsins vegna uppsafnaðs hallareksturs sjóðsins og uppgjörs á framtíðarskuldbindingum. Tekið hefur verið tillit til þessara áætlana í drögum að fjárhagsáætlun næsta árs.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins. Einnig var rædd staða mála varðandi háskólasetur Austfjarða.
Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál varðandi rekstur og fjárhag sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Önnu Alexandersdóttur sem fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stýrihóp vegna háskólanáms á Austurlandi. Gert er ráð fjárhagslegri aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu. Bæjarstjóra falið að ganga frá samkomulagi þar um.
Einnig kynnti Björn Ingimarsson upplýsingar frá Sambandi sveitarfélaga um ýmsar lykiltölur um leik- og grunnskóla.
Farið yfir grein í gildandi starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs, sem varðar stuðning við líkamsrækt starfsmanna og lagt til að breyta henni þannig að hún hljóði svo:
"Stuðla að hreyfingu og líkamsrækt starfsmanna, með því að greiða árlegan hreyfi- og heilsueflingarstyrk til starfsfólks sveitarfélagsins, samkvæmt nánari reglum þar um".