Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

371. fundur 30. janúar 2017 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2017

Málsnúmer 201701003

Guðlaugur Sæbjörnsson sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkra liði tengda rekstri sveitarfélagsins.

Einnig var farið yfir vinnu við álagningu fasteignagjalda og fleira í því sambandi.

2.Verklagsreglur Fljótsdalshéraðs vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins

Málsnúmer 201701154

Stefán Bogi Sveinsson kynnti drög að verklagsreglum vegna umsókna um gistirekstur innan sveitarfélagsins, sem starfshópur er að vinna að. Gert er ráð fyrir að starfshópurinn skili endanlegum tillögum til bæjarstjórnar á næsta fundi hennar.

3.Fasteignafélag Iðavalla 2017

Málsnúmer 201701153

Fundargerð stjórnar frá 27. janúar 2017 lögð fram til kynningar.

4.Ísland ljóstengt /2017

Málsnúmer 201612038

Lögð fram umsókn til Fjarskiptasjóðs vegna framkvæmda í sveitarfélaginu við ljósleiðaralögn 2017.
Jafnframt voru lagðar fram upplýsingar um að Fljótsdalshéraðs hefði fengið úthlutað 9,5 milljónum af aukaframlagi ríkisins til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.
Bæjarráð fagnar því að bætt var við fjármagni í þetta verkefni, þar sem tekið er tillit til byggðasjónarmiða og telur mikilvægt að í framhaldinu verði öllu fjármagni til verkefnisins úthlutað í samræmi við þá mælikvarða sem lágu til grundvallar þessari úthlutun.

Bæjarráð samþykkir að unnið verði áfram að framvindu verkefnisins.

5.Bæjarstjórnarbekkurinn 17.12. 2016

Málsnúmer 201612058

Ljósleiðaramál.
Vegna fyrirspurnar um ljósleiðaramál, mun sveitarfélagið leitast við að koma að lagningu ljósleiðara í þeim tilfellum sem Rarik, eða aðrir aðilar hyggjast plægja niður rafstrengi.

Staða mála vegna fimleikahúss.
Lokahugmynda frá Hetti er að vænta á næstu vikum og er stefnt á gerð formlegs samnings varðandi uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar í framhaldi af því.

Ábendingar um rekstur Barra og aðkomu Fljótsdalshéraðs að stjórn.
Málefni Barra rædd og ábendingum komið til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn fyrirtækisins og honum falið að fylgja þeim eftir.
Samþykkt að bæjarstjóri gefi bæjarráði framvegis skýrslu frá stjórnarfundum Barra.
Að loknum bæjarráðsfundi, kl. 11:15 fundaði bæjarráð með fulltrúum frá Vinnumálastofnun.

Fundi slitið.