Lögð fram þau erindi sem fram komu á Bæjarstjórnarbekknum á Barradeginum sl. laugardag. Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn til frekari skoðunar og umfjöllunar.
Til umræðu eru erindi sem borin voru upp við bæjarstjórnarbekkinn á Barra í desember 2016 og drög að svörum Skipulags- og byggingarfulltrúa við erindum.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að birta svör við erindum á heimasíðu Fljótsdalshéraðs, undir fréttir.
Ljósleiðaramál. Vegna fyrirspurnar um ljósleiðaramál, mun sveitarfélagið leitast við að koma að lagningu ljósleiðara í þeim tilfellum sem Rarik, eða aðrir aðilar hyggjast plægja niður rafstrengi.
Staða mála vegna fimleikahúss. Lokahugmynda frá Hetti er að vænta á næstu vikum og er stefnt á gerð formlegs samnings varðandi uppbyggingu íþróttamiðstöðvarinnar í framhaldi af því.
Ábendingar um rekstur Barra og aðkomu Fljótsdalshéraðs að stjórn. Málefni Barra rædd og ábendingum komið til fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn fyrirtækisins og honum falið að fylgja þeim eftir. Samþykkt að bæjarstjóri gefi bæjarráði framvegis skýrslu frá stjórnarfundum Barra.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.